Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1987, Page 150
140
Árbók Háskóla íslands
stúdentagarða við lóðina nr. 71-73-75 við
Suðurgötu. Hús þessi verða í tengslum við
núverandi hjónagarða og munu innihalda
92 íbúðir, 2ja og 3ja herbergja, auk aðstöðu
til sameiginlegra nota.“ Samþykkt sam-
hljóða. 11.09.86
Upplýsingaþjónusta
Menntamálaráðuneytið hefur með bréfi,
dags. 15. þ.m., óskað þess að Háskóli ís-
lands hafi forgöngu um stofnun og starf-
rækslu Upplýsingaþjónustu námsmanna í
samráði við ýmsar aðrar stofnanir og sam-
tök. Eftirtaldir voru kjörnir í undirbúnings-
nefnd: Þórólfur Þórlindsson prófessor, for-
maður, Ásta Kr. Ragnarsdóttir námsráð-
gjafi, Eiríkur Ingólfsson, frá Félagsstofnun
stúdenta, Árdís Þórðardóttir, stjórnarfor-
maður Lánasjóðs ísl. námsmanna, og einn
fulltrúi frá Stúdentaráði. 30.04.87
ISEP
Lagt fram bréf frá Alþjóðasamskipta-
nefnd og Stúdentaráði, dags. 6. þ.m., þar
sem lagt er til að háskólinn gerist aðili að
ISEP — The International Student
Exchange Program. Samþykkt. 12.03.87
Innritunar- og pappírsgjald
Lagt fram bréf Stúdentaráðs, dags. 29.
þ.m. Jafnframt lögð fram ályktun fundar í
Stúdentaráði frá 28. þ.m., þar sem mót-
mælt er álagningu pappírsgjalds.
Loks var lagt fram bréf Félagsmálastofn-
unar stúdenta, dags. í dag. Er þar lagt til að
innritunargjöld verði ákveðin kr. 2.700 og
renni þar af kr. 500 til Byggingasjóðs
hjónagarða.
Rektor skýrði frá því að pappírsgjald
yrði óbreytt, kr. 500.
Eyjólfur Sveinsson skýrði tillögur stúd-
enta, og Valdimar K. Jónsson skýrði
ástæðu fyrir tillögu Félagsstofnunar um
gjald til Byggingasjóðs.
Tillaga Félagsstofnunar stúdenta var
borin undir atkvæði, og var hún felld með 5
samhljóða atkvæðum.
Fram kom tillaga um að innritunargjald-
ið verði ákveðið kr. 2.500. Þessi tillaga var
samþykkt með 7 atkvæðum gegn 5.
Fulltrúar stúdenta óskuðu eftirfarandi
bókunar:
„Fulltrúar stúdenta vilja taka það fram
að þeir telja engin rök hafa komið fram sem
mæla með tæplega 40% hækkun innritun-
argjalda í ár. Garða við Háskóla íslands er
alls ekki hægt að fjármagna að neinu leyti
með fé af innritunargjöldum stúdenta.
Mjög ósanngjarnt er að láta þá stúdenta
sem stunda munu nám við Háskóla íslands
á næsta ári bera þyngri byrði af uppbygg-
ingu við Háskóla íslands en stúdenta ann-
arra ára.“
Eyjólfur Sveinsson Bjarni Árnason Jón
Gunnar Grjetarsson Skúli H. Skúlason.
30.04.86
Fjöldatakmarkanir
(Numerus clausus)
Fulltrúar stúdenta í háskólaráði gerðu
eftirfarandi bókun vegna fjöldatakmark-
ana:
„Stúdentaráð Háskóla íslands (SHÍ) er á
móti öllum fjöldatakmörkunum við há-
skólann, beinum jafnt sem óbeinum. Af
því tilefni vilja fulltrúar stúdenta í háskóla-
ráði lýsa andstöðu sinni við fjöldatakmark-
anir við háskólann. Við hörmum að slíkar
beiðnir þurfi að koma inn á borð háskóla-
ráðs, en viljum beina því til deildaforseta,
að ef þess gerist þörf verði það gert fyrir lok
aprflmánaðar.“ 03.04.86
Fulltrúar stúdenta óskuðu eftirfarandi
bókunar að gefnu tilefni:
„Þegar fjöldatakmarkanir (numerus
clausus) eru teknar til umræðu og af-
greiðslu í háskólaráði er mikilvægt að fyrir
liggi sem bestar upplýsingar um aðstöðu til
kennslu í viðkomandi grein, og séu þær
upplýsingar endurskoðaðar milli ára. Af-
greiðsla mála í háskólaráði verður að vera
byggð á öllum þeim upplýsingum sem mál-