Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1987, Síða 151
Kaflar úr gerðabókum háskólaráðs
141
ið geta snert. Heimsóknir ráðsins í deildir
geta þar komið að gagni. Aðeins á þennan
hátt geta stúdentar tekið málefnalega af-
stöðu í einstökum tilvikum og þannig gætt
hagsmuna stúdenta eins og þeirra hlutverk
er í ráðinu. Vonumst við til að sjá á kom-
andi árum breytingar til batnaðar í þessum
májum.
Valborg Snœvarr Bjarni Árnason Skúli
H. Skúlason Ástráður Haraldsson.“
30.04.87
Lœknadeild
Lagt fram bréf læknadeildar, dags. 3.
þ.m. Er þar lagt til að 36 nemendum verði
heimilað að hefja nám á 2. námsári haustið
1987 auk erlendra stúdenta sem standast öll
próf 1. námsárs, þó ekki fleiri en tveimur.
Tillögu læknadeildar fylgir greinargerð.
Varaforseti læknadeildar mælti fyrir til-
lögunni. Fulltrúar stúdenta mæltu gegn
fjöldatakmörkunum.
Gerð var breytingartillaga þess efnis að
erlendir stúdentar verði að hámarki 6. Til-
lagan þannig breytt samþykkt með 9 at-
kvæðum gegn 4. 17.04.86
Lögð var fram tillaga læknadeildar,
dags. 21. þ.m., um takmörkun á fjölda
læknanema er fá að hefja nám á 2. námsári
haustið 1988. Leggur deildin til að fjöldi
innlendra stúdenta verði miðaður við
grunntöluna 36 og auk þess 2 erlendir stúd-
entar. Rektor flutti breytingartillögu þess
efnis að allt að 6 erlendum stúdentum verði
heimiluð seta á 2. námsári, svo sem verið
hefur. Tillaga læknadeildar með breytingu
rektors var samþykkt með 5 atkvæðum
gegn 4.
Lagt fram bréf stjórnarnefndar í lyfja-
fræði lyfsala, dags. 21. þ.m. Er þar lagt til
að 15 nemendum verði heimilað að setjast á
2. námsár haustið 1988. Tillagan var sam-
þykkt með 6 atkvæðum gegn 4. 30.04.87
Fulltrúar stúdenta óskuðu svofelldrar
bókunar:
„í tilefni af fyrirhuguðum framkvæmd-
um til úrbóta í húsnæðismálum fyrir lyfja-
fræði lyfsala vilja stúdentar taka fram, að
gengið er út frá því að hönnun sé ekki
bundin við 15 nemendur, með tilvísun til
álits millifundastarfshóps háskólaráðs,
dags. 14. jan. 1986. Jafnframt vilja nemend-
ur í háskólaráði ítreka þá skoðun að aldrei
megi binda forsendur við hönnun húsnæðis
við Háskóla íslands slíkum takmörkun-
um.“ 16.01.86
Tannlœknadeild
Lagt fram bréf tannlæknanema nokkurs,
dags. 20. þ.m., þar sem hann óskar þess að
honum verði heimilað áframhaldandi nám
í deildinni, en hann varð í níunda sæti á
samkeppnisprófi í lok haustmisseris, en
samkvæmt samþykkt háskólaráðs frá s.l.
vori er sjö nemendum heimilað að hefja
nám á vormisseri fyrsta námsárs að undan-
gengnum samkeppnisprófum í lok haust-
misseris. Bréfi hans fylgja ýmis gögn er
hann leggur fram beiðni sinni til stuðnings.
Sams konar erindi liggur fyrir frá öðrum
tannlæknanema, sem varð í áttunda sæti á
samkeppnisprófi í lok síðasta haustmisser-
is.
Guðjón Axelsson deildarforseti gerði
grein fyrir afstöðu tannlæknadeildar til
þessa máls. Telur hann að forsendur fyrir
ákvörðun um að sjö nemendum verði
heimiluð seta á vormisseri fyrsta námsárs
hafi ekki breyst og að erindi stúdentanna sé
ekki á rökum reist.
Samþykkt var eftir nokkrar umræður
með 7 atkvæðum gegn 1 að heimila 9 stúd-
entum að hefja nám á vormisseri 1. náms-
árs að þessu sinni. 26.02.87
Lagt fram bréf Félags tannlæknanema,
dags. 3. þ.m. Er þar mótmælt harðlega of-
angreindri ákvörðun háskólaráðs. Eru þeir
þó samþykkir að átta stúdentar verði teknir
inn á vormisserið.
Fram var lagt bréf tannlæknadeildar,
dags. 3. þ.m. Er þar mótmælt harðlega
þeirri ákvörðun háskólaráðs á síðasta fundi