Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1987, Page 152
142
Árbók Háskóla íslands
að heimila níu stúdentum að hefja nám á
vormisseri fyrsta námsárs á yfirstandandi
háskólaári. Oskar deildin þess að álita lög-
skýringanefndar verði leitað um heimild
háskólaráðs til þessarar ákvörðunar.
12.03.87
Lagt fram álit lögskýringanefndar,
dags. 18. mars 1987, um breytingu háskóla-
ráðs á ákvörðun um fjölda nemenda á
fyrsta ári í tannlæknadeild á vormisseri
1987. Niðurstaða nefndarinnar er, að há-
skólaráði hafi að lögum verið heimilt að
breyta ákvörðun sinni frá 17. apríl 1986 svo
sem gert var. 26.03.87
Lögð fram tillaga tannlæknadeildar um
fjöldatakmarkanir til næstu þriggja ára sem
hljóðar svo:
„Háskólaráð samþykkir að heimila þeim
5 fyrsta árs tannlæknanemum, sem hljóta
hæstu meðaleinkunn á janúarprófum,
áframhaldandi nám á vormisseri 1988. Pá
samþykkir háskólaráð að heimila þeim 7
fyrsta árs tannlæknanemum, sem hljóta
hæstu meðaleinkunn á janúarprófum,
áframhaldandi nám á vormisseri 1989 og
1990.“
Lögð var fram breytingartillaga við fyrri
hluta tillögu tannlæknadeildar sem hljóð-
aði svo: „Háskólaráð samþykkir að heimila
þeim 5 fyrsta árs tannlæknanemum, sem
hljóta hæstu meðaleinkunn á janúarpróf-
um 1988, áframhaldandi nám á vormisseri
1988. Heildarfjöldi nemenda, sem heimilað
verður áframhaldandi nám á vormisseri
1988, skal þó vera 7 alls.“
Breytingartillagan var samþykkt með 7
atkvæðum gegn 4.
Fram kom frávísunartillaga frá Jónatan
Pórmundssyni, Davíð Davíðssyni og Jóni
Sveinbjörnssyni við síðari hluta tillögu
tannlæknadeildar með þessum rökstuðn-
ingi: „Við greiðum atkvæði gegn tillögu
tannlæknadeildar um fjöldatakmarkanir til
næstu þriggja ára þegar af þeirri ástæðu að
slíkt fær ekki staðist samkvæmt 108. gr.
háskólareglugerðar. “ Frávísunartillagan
var samþykkt. 26.03.87
IX. Tengsl við aðrar stofnanir
Háskólakennsla á Akureyri
Til umræðu kom kennsla á háskólastigi á
Akureyri. Fram var lögð skýrsla nefndar
sem fjallað hafði um málið milli funda, og
mælti formaður nefndarinnar, Valdimar
K. Jónsson, fyrir skýrslunni. Einnig voru
fram lagðar tölfræðilegar upplýsingar sem
kennslustjóri hafði samið.
Rektor greindi frá því að menntamála-
ráðherra hefði með bréfi, dags. 27. des.
s.l., skipað nefnd til að fjalla um kennslu á
háskólastigi á Akureyri. Á rektor sæti í
nefndinni, en formaður er Halldór Blöndal
alþingismaður. Var svofelld ályktun sam-
þykkt:
„Áætlanagerð um háskólahald á Akur-
eyri er enn skammt á veg komin, og ekki
hafa enn verið tilgreindar neinar náms-
greinar sem hagkvæmt væri að taka upp
nyrðra. Skoða þarf nákvæmlega hvaða
gögn og gæði eru nauðsynleg til háskóla-
kennslu og hvort þau eru þar þegar til stað-
ar eða hvernig mætti afla þeirra — og hvað
þau mundu kosta. Því þykir óráðlegt að
stefna að því að taka upp kennslu á Akur-
eyri á næstu árum í þeim ^reinum sem nú
eru kenndar við Háskóla Islands.
Háskólaráð telur að ekki megi taka bind-
andi ákvörðun um að hefja háskólahald á
Akureyri fyrr en allnákvæm svör liggja
fyrir í þessum efnum öllum. Og þá sé tekið
tillit til þess að Háskóli íslands er nú illa