Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1987, Page 155
10
Annáll
Rektoraskipti
Eins og frá er greint í síöustu Árbók (bls.
188-189), fóru rektoraskipti í fyrsta sinn
formlega fram við hátíðlega athöfn í há-
tíðasal háskólans 15. september 1985. Er
hinn nýi rektor, dr. Sigmundur Guðbjarna-
son prófessor, hafði tekið við embætti,
flutti hann ræðu, og er hún prentuð í 2.
kafla hér að framan.
Hátíðir
Hátíðarsamkoma vegna 75 ára afmœlis
Háskóla íslands var haldin í Samkomuhúsi
háskólans við Hagatorg (Háskólabíói)
laugardaginn 4. október 1986, og hófst hún
kl. 13.30, er forseti íslands, frú Vigdís Finn-
bogadóttir, gekk í salinn. Leikinn var Aka-
demískur forleikur eftir Johannes Brahms,
og síðan flutti forseti íslands ávarp. Pví
næst flutti menntamálaráðherra, Sverrir
Hermannsson, ávarp, og rektor Háskóla
Islands, dr. Sigmundur Guðbjarnason,
prófessor, minntist afmælis háskólans. Þá
var lýst kjöri heiðursdoktora. Að því loknu
flutti Sinfóníuhljómsveit Islands ásamt Há-
skólakórnum og Mótettukór Hallgríms-
kirkju kafla úr Háskólakantötu Páls ísólfs-
sonar, en samkomunni var slitið með því að
allir viðstaddir sungu Þjóðsönginn. — Seg-
ir nánar frá hátíðahöldum í sérstökum
kafla hér að framan.
Háskólahátíðir voru haldnar í Sam-
komuhúsi háskólans við Hagatorg (Há-
skólabíói) laugardaginn 28. júní 1986 og
laugardaginn 27. júní 1987.
Háskólahátíð 28. júní 1986 hófst kl. 2
síðdegis með því að Jónas Ingimundarson
lék á píanó Tólf dansa, opus 18a, eftir
Franz Schubert. Þá flutti háskólarektor,
dr. Sigmundur Guðbjarnason, ræðu, og
síðan afhentu deildarforsetar kandídötum
prófskírteini. Að lokum söng Háskólakór-
inn nokkur lög undir stjórn Árna Harðar-
sonar.
Háskólahátíð 27. júní 1987 hófst kl. 2
síðdegis með samleik Blásarakvintetts
Reykjavíkur. Þá lýsti Guðjón Axelsson
prófessor, forseti tannlæknadeildar, heið-
ursdoktorskjöri og afhenti doktorsbréf.
Háskólarektor, dr. Sigmundur Guðbjarna-
son, flutti ræðu, og deildarforsetar afhentu
kandídötum prófskírteini. Að lokum söng
Háskólakórinn nokkur lög undir stjórn
Árna Harðarsonar.
Hátíðarsamkoma var haldin í Háskóla-
bíói laugardaginn 28. febrúar 1987, og hófst
hún kl. 14. Var þar lýst kjöri heiðursdokt-
ora og kandídatar brautskráðir. Athöfnin
hófst með því að Gunnar Guðbjörnsson
söng einsöng við undirleik Guðbjargar Sig-
urjónsdóttur. Þá lýsti dr. Páll Skúlason
prófessor, forseti heimspekideildar, kjöri
heiðursdoktora og afhenti doktorsbréf.
Háskólarektor, dr. Sigmundur Guðbjarna-
son, ávarpaði kandídata, og síðan afhentu
deildarforsetar prófskírteini. Að lokum
söng Háskólakórinn undir stjórn Árna
Harðarsonar.
Athafnir til brautskráningar kandídata
fóru fram í Háskólabíói laugardaginn 26.