Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1987, Síða 158
148
Árbók Háskóla íslands
Ragnar Ingimarsson prófessor, formað-
ur,
Brynjólfur Sigurðsson dósent,
Páll Skúlason prófessor,
Sigurjón Björnsson prófessor,
Sveinbjörn Björnsson prófessor og
Sigurður Jónsson háskólanemi.
Starfsnefndin fer með yfirstjórn bygging-
arframkvæmda á vegum Háskóla íslands í
umboði háskólaráðs. Háskólaritari starfar
með nefndinni. Hún gerir tillögur til há-
skólaráðs um ráðstöfun þeirra fjármuna
sem samkvæmt ákvörðunum háskólaráðs
um forgangsröðun og skiptingu fjár milli
verkefna skal varið til nýbygginga á hverju
ári. Hún skal koma á samskiptum við yfir-
stjórn framkvæmda á vegum Háskóla ís-
lands á Landspítalalóð, sem þar fer með
byggingamál.
Doktorspróf
Nikulás Þórir Sigfússon læknir varði rit-
gerð sína, Hypertension in Middle-Aged
Men: The Effect of Repeated Screening and
Referral to Community Physicians on Hy-
pertension Control, til doktorsprófs í lækn-
isfræði laugardaginn 14. desember 1985.
Athöfnin fór fram í hátíðasal háskólans og
hófst kl. 14. Andmælendur af hálfu lækna-
deildar voru prófessor Göran Berglund,
yfirlæknir við Sahlgrenska sjukhuset í
Gautaborg, og dr. med. Þorkell Guð-
brandsson. Davíð Davíðsson prófessor
stjórnaði athöfninni.
Ingvar Bjarnason læknir varði ritgerð
sína, Studies on the lntestinal Mucosal
Barrier, sem fjallar um frásogseiginleika
garnaslímhúðar, til doktorsprófs í læknis-
fræði laugardaginn 1. febrúar 1986. At-
höfnin fór fram í hátíðasal háskólans og
hófst kl. 14. Andmælendur af hálfu lækna-
deildar voru Davíð Davíðsson prófessor og
Einar Oddsson læknir. Ásmundur Brekk-
an prófessor, forseti læknadeildar, stjórn-
aði athöfninni.
Reynir Tómas Geirsson læknir varði rit-
gerð sína, Intrauterine Volume in Pregnan-
cy, sem fjallar um breytingar á rúmmáli
legs á meðgöngu, mælt með sónartækni, til
doktorsprófs í læknisfræði laugardaginn
20. september 1986. Athöfnin fór fram í
Odda, stofu 101, og hófst kl. 14. Andmæl-
endur af hálfu læknadeildar voru Sturla H.
Eik-Nes, prófessor við Háskólann í Þránd-
heimi, og Guðmundur S. Jónsson, dósent
við læknadeild Háskóla íslands. Ásmund-
ur Brekkan prófessor, forseti læknadeild-
ar, stjórnaði athöfninni.
Kennsla í fjölmiðlun
Kennsla í hagnýtri fjölmiðlun hófst í fé-
lagsvísindadeild í febrúar 1987. Var það
inngangsnámskeið í fjölmiðlafræðum, og
voru kennarar Sigrún Stefánsdóttir og
Hellen Magnea Gunnarsdóttir.
Sumarnámskeið í íslensku
fyrir erlenda stúdenta
1.-28. júlí 1987 fór fram fjögurra vikna
námskeið í íslensku fyrir erlenda stúdenta á
vegum Háskóla íslands, og var það haldið í
Fjölbrautaskólanum á Akranesi.
Kaffiboð rektorshjónanna fyrir
kennara og starfsfólk
Sunnudaginn 27. október 1985 bauð
rektor og eiginkona hans, Margrét Þor-
valdsdóttir, öllum kennurum Háskóla ís-
lands, fastráðnum, lausráðnum og stunda-
kennurum, rannsóknamönnum, skrif-
stofufólki og öðrum starfsmönnum til
kaffidrykkju í anddyri háskólans. Sam-
koman hófst í hátíðasal, og voru veitingar
fram bornar í anddyri fyrstu og annarrar
hæðar. Rektor flutti ávarp, og Gylfi Þ.
Gíslason prófessor og fyrrv. menntamála-
ráðherra sagði frá háskólastarfi fyrr og nú.
Að vori, 27. apríl 1986, höfðu rektors-