Árbók Háskóla Íslands - 31.12.1999, Page 91
og vann þá að sérverkefnum fyrir íslenska málnefnd, einkum að undirbúningi
stafsetningarorðabókar.
Stafsetningarmál voru sem fyrr áberandi í starfi málnefndar og málstöðvar. Stjórn
íslenskrar málnefndar ræddi á fjórum fundum sínum um undirbúning og stað-
festingu opinberra stafsetningarreglna. Batdur Jónsson lagði í september fram
Lokaskýrslu um undirbúning stafsetningarorðabókar. ásamt drögum að Vinnu-
reglum um ístenska stafsetningu. með greinargerð: enn fremur drög að nýrri
stafsetningarorðabók. Stjórn íslenskrar málnefndar samþykkti 14. september að
hefja sem fyrst vinnu við nýja stafsetningarorðabók á grundvelti þess undirbún-
ings sem fram hefði farið. Lýðvetdissjóður styrkti verkefnið á árinu með 300 þús-
und kr. og Málræktarsjóður með 300 þ.kr.
Húsnæðismál
Með flutningi íslenskrar málstöðvar í mars í nýtt húsnæði á Neshaga 16. skapað-
ist ný og betri aðstaða í mátstöðinni, ekki síst fyrir íðorðastarfsemi. Aðstaða er nú
til fundarhalda í sérstakri fundarstofu með bókasafni svo að unnt er að veita
orðanefndum húsaskjól fyrir fundi sína. Þeim sem vinna að íðorðasöfnum gefst
kostur á nettengdri tötvu. Þar geta þeir skráð gögn sín í vinnsluhluta orðabankans
á Netinu og .notið handleiðslu ritstjóra orðabankans.
Gagnabankar og útgáfumál
Enn hélt orðabanki íslenskrar málstöðvar áfram að dafna undir ritstjórn Dóru
Hafsteinsdóttur. í árslok voru í honum 30 orðasöfn. Fyrirkomutag við fjármögnun
orðabankans til framtíðar var nokkuð tit umræðu á árinu. Nokkrir orðanefndar-
menn hafa látið í tjósi efasemdir um þá ætlun íslenskrar málstöðvar að innheimta
afnotagjald af notendum orðabankans. [ árslok voru í birtingarhluta orðabankans
liðlega 113 þúsund hugtök í 30 orðasöfnum í ýmsum greinum. ..Heimsóknir" í
bankann voru liðlega 80 á dag og uppflettingar um 400 á dag. í árslok voru vinnu-
svæði í orðabankanum fyrir 36 orðasöfn á ýmsum stigum.
Hatdið var áfram undirbúningi að málfarsbanka íslenskrar mátstöðvar. Fyrri htuta
árs naut málstöðin áfram styrks tit verkefnisins úr Lýðveldissjóði sem úthlutað
var 1998. Á árinu hlaut málstöðin styrk úr Málræktarsjóði. 900 þúsund kr., og við-
bótarstyrk úr Lýðvetdissjóði til verksins að upphæð 300 þ.kr. í árslok voru í sjóði
um 800 þ.kr. til áframhaldandi vinnu við verkefnið. Hanna Óladóttir vann að verk-
efninu ásamt Ragnari Hafstað sem annast forritun o.þ.h. Málfarsbankinn verður á
Netinu og unnt verður að stá inn leitarorð og fá málfarsleiðbeiningar og ábend-
ingar sem tengjast því. Jafnframt verður notendum boðið að senda málstöðinni
fyrirspurnir og munu svör við þeim smám saman bætast við efni málfarsbank-
ans.
Hafist var handa við undirbúning að útgáfu greinasafns um íslenska tungu eftir
ýmsa (eldri) höfunda og afmælisrits Batdurs Jónssonar með greinum eftir sjálfan
hann.
Vefurinn
íslensk málstöð opnaði vef sinn á Netinu 1996. Þarer. auk orðabankans. marg-
víslegan fróðleik að finna. Má þar nefna málfarsráðgjöf. skrá um íðorðasöfn í
málstöðinni og nákvæma skrá um allar orðanefndir sem skráðar hafa verið í
málstöðinni. Talsvert er um það á hverju ári að fjölmiðlar. ekki síður erlendir en
innlendir. birti frásagnir og viðtöl um íslenska mátrækt og starfsemi ístenskrar
málstöðvar og málnefndar. Að vanda komu margir gestir, innlendir og erlendir. í
málstöðina ýmissa erinda.
Upplestrarkeppni
Islensk málnefnd stóð ásamt Kennaraháskóla íslands, Kennarasambandi íslands.
samtökunum Heimili og skóla. Samtökum móðurmátskennara og ístenska lestr-
arfélaginu að upplestrarkeppni barna í 7. bekk grunnskóla.
Nám í þýðingum
Islensk málstöð og fulltrúar Háskóla ístands sömdu tillögurtil háskólarektors
(dags. 10. mars) um fyrirkomulag við stutt, hagnýtt nám í þýðingum á sérstakri
námsleið sem áættað er að gefa kost á við Háskóla ístands. ýmist með skitgreind
námstok (45 einingar) eða sem aukagrein til B.A.-prófs (30 einingar).
Dóra Hafsteinsdóttir annaðist þjónustu við þýðendur ásamt umsjón með orða-
bankanum. Ari Pátl Kristinsson og Dóra Hafsteinsdóttir skipulögðu og önnuðust
nýtt námskeið, „Þýðingar", í heimspekideild Háskóla íslands á vormisseri. Auk