Árbók Háskóla Íslands - 31.12.1999, Síða 92
þeirra kenndu á námskeiðinu Jón Skaptason og Torfi H. Tulinius. Þá átti mátstöðin
þátt í því með fulltrúum Háskóla Islands að skipuleggja fyrirhugaða námsbraut í
þýðingum við Háskólann.
Samvinna við Mjólkursamsöluna
Nýr samstarfssamningur íslenskrar málnefndar og Mjólkursamsölunnar í
Reykjavík var undirritaður 21. mars og var íslenskri málstöð þá formlega afhent-
ur nýr tölvubúnaður. Samvinnan við Mjólkursamsöluna týtur að ýmsu er varðar
íslenskt mál.
íslenskun á tölvuhugbúnaði
Menntamálaráðuneytið óskaði þess í bréfi. dags. 21. apríl. að ísiensk málstöð
tæki að sér að annast eftirlit með íslenskri þýðingu á Windows-kerfishugbúnaði
frá Microsoft. í samræmi við ákvæði í samningi ríkisins við fyrirtækið frá 20. jan-
úar. Samkvæmt samningnum hefur menntamálaráðuneytið rétt til að yfirfara
þýðinguna og gera titlögur um breytingar. Málstöðin myndaði þriggja manna sér-
fræðingahóp (í honum voru Ari Pált Kristinsson. Jóhanna Margrét Guðjónsdóttir
og Sigrún Hetgadóttir) sem vann að eftirlitsverkefninu ásamt tæknilegum ráðgjafa
sínum (Stefáni Briem). Microsoft hafði í árstok ekki gefið út íslenska þýðingu hug-
búnaðarins.
Viðurkenning
Hinn 17. júní htaut Islensk málstöð heiðursviðurkenningu Lýðvetdissjóðs 1999
„fyrir tofsverð störf að eflingu íslenskrar tungu".
Málþing
íslensk málnefnd annaðist undirbúning og framkvæmd norræna málnefnd-
aþingsins 1999 í samvinnu við Norrænt málráð. Það var haidið á Höfn í Hornafirði
27.-29. ágúst. Aðalumræðuefni þingsins var að þessu sinni „Sambúð dönsku.
norsku og sænsku við önnur tungumál á Norðurlöndum". Meðat þinggesta var
Guðríður Sigurðardóttir, ráðuneytisstjóri í menntamálaráðuneyti, sem var sér-
staklega boðið. Hún ftutti upphafserindi þingsins og fjallaði um mikitvægi þess að
viðhalda hinu norræna málsamfélagi. Þingið sátu fulltrúar altra norrænna mál-
nefnda og Norræns málráðs. auk áheyrnarfutltrúa frá Norðurlandastofnuninni í
Finnlandi (Nordens institut i Finland). Þátttakendur á málnefndaþinginu voru 42.
Ftutt voru 8 erindi. Af hálfu Islenskrar málnefndar sóttu þingið Baldur Jónsson.
Guðrún Kvaran, Kári Kaaber og Kristján Árnason sem ftutti erindið „Skandinavis-
me og istandsk sprogpolitik”.
íslensk málnefnd beitti sér í fjórða sinn fyrir málræktarþingi undir merkjum dags
ístenskrar tungu, að þessu sinni í samstarfi við Samtök móðurmátskennara og
Rannsóknarstofnun Kennaraháskóla íslands. Þingið var hatdið í hátíðasal Há-
skóla íslands 20. nóvember og var efni þess „íslenskt mál og menntun". Batdur
Jónsson setti þingið og síðan ftutti menntamálaráðherra ávarp. Kristján Árnason
flutti erindið „ístenska í vísindum og æðri menntun”, Sigríður Sigurjónsdóttir er-
indið „Máttaka barna". Guðni Olgeirsson kynnti aðalnámskrár og Anna Þorbjörg
Ingólfsdóttir. Hildur Heimisdóttir og Knútur Hafsteinsson fjötluðu um íslensku í
leikskóta, grunnskóla og framhaldsskóla. Tryggvi Gísiason flutti erindi sem hann
nefndi „Málrækt í tjósi fortíðar og skugga framtíðar". Þá voru paltborðsumræður
undirstjórn Batdurs Sigurðssonar. Þátttakendur voru: Björn Bjarnason. Börkur
Hansen, Eygló Eyjólfsdóttir. Jón G. Friðjónsson. Svanhildur Sverrisdóttir og Sig-
urður Konráðsson. Fundarstjóri. Ingibjörg Einarsdóttir, sleit þinginu.
Kynningarmál
Dóra Hafsteinsdóttir kynnti vef og orðabanka Istenskrar málstöðvar 9. mars á
námskeiði Endurmenntunarstofnunar Háskóla fslands um tækninýjungar og
hagnýtingu orðabanka á Netinu við þýðingar. Dóra kynnti orðabanka málstöðvar-
innar á ráðstefnu Hagþenkis á degi bókarinnar. 23. apríl. Batdur Jónsson, Dóra
Hafsteinsdóttir og Kári Kaabersóttu norræna ráðstefnu um orðabókarfræði í
Gautaborg 26.-29. maí. Dóra Hafsteinsdóttir sagði frá íðorðastarfi á (slandi á ráð-
stefnu Nordterm í Gentofte í Danmörku 16. júní. Baldur Jónsson flutti erindið
„Hornfirska vegin og metin" á ráðstefnu um skaftfellskan framburð og málfar á
Höfn í Hornafirði 30. október. Ari Pátl Kristinsson flutti erindi um starfsemi og
málfarsráðgjöf íslenskrar málstöðvar á fundi með starfsmönnum Norsks mál-
ráðs í Ósló 25. nóvember. Dóra Hafsteinsdóttir kynnti orðabanka ístenskrar mál-
stöðvar á námstefnu um tungutækni í Stokkhólmi sem var haldin 3.-4. desember.
íðorðastarf
Mikið af starfsemi íslenskrar málstöðvar er á einhvern hátt tengt íðorðastörfum.
88