Árbók Háskóla Íslands

Volume

Árbók Háskóla Íslands - 31.12.1999, Page 163

Árbók Háskóla Íslands - 31.12.1999, Page 163
endalausri baráttu gegn ómenningu í hvaða mynd sem hún birtist. Heimsmenn- ing sem leggur þjóðmenningu í rúst er ómenning, höfuðborg sem skeytir ekki um landið sem hún þjónar er ómenning, framleiðslu- og markaðskerfi sem tor- veldar fólki að njóta einkalífs og sinna börnum sínum er ómenning. Ég neita að trúa því að þetta sé framtíðin. Framtíðin sem ég sé fyrir mér er þvert á móti heimsmenning sem lætur hverja þjóðmenningu blómstra. höfuðborg sem styður og eflir mannlíf á tandinu öllu. atvinnu- og viðskiptalíf sem hlúir að öflugu og auð- ugu heimilis- og einkalífi fólks. Hvernig getur slík framtíð orðið að veruleika? Lausnarorðið sem vafalaust kemur upp í huga flestra er menntun og enn meiri menntun, þekking og enn meiri þekking. En hvers vegna menntun og þekking? Er það ekki einmitt menntunin sem vísar veginn til heimsmenningar, dregur fólk af landsbyggðinni. kallar fólk frá heimilum til starfa í atvinnulífinu? Er það ekki einmitt þekkingin, kunnáttan og tæknin með öllum sínum undrum sem veldur usla og upplausn í þjóðlífinu og ógnar þar með allri menningu? Hverju skal nú svara? Svarið felst í því hvaða skilning við leggjum í orðin ..menntun" og „þekking". Ef við skiljum þau eingöngu sem heiti á þeim tækjum sem við höfum yfir að ráða til að ná meira valdi á ytri aðstæðum. framkvæma og breyta heiminum í þeim tilgangi einum að auka umsvif okkar og áhrif, án þess að skeyta um afleiðingar gerða okkar. þá eru þetta vissulega orð að sönnu: Menntunin og þekkingin vinna þá gegn þeirri menningu sem við viljum skapa. Ef við skiljum „menntun" og „þekk- ingu" sem heiti á möguleikum okkar til að endurskapa menninguna svo að hún stuðli að þroska hverrar manneskju, vexti hverrar þjóðmenningar, uppbyggingu hvers sveitarfélags. eflingu hverrar fjölskyldu. þá og einungis þá fá orðin „mennt- un" og „þekking" sína sönnu merkingu. Háskóli íslands vill vera mennta- og þekkingarsetur þar sem markvisst er unnið að því að endurskapa og bæta menningu okkar og þjóðfélag í Ijósi allra þeirra möguleika sem okkur eru tiltækir til að mynda skapandi þjóðmenningu, efla fjöl- breytt menningar- og atvinnulíf á landinu öllu og stuðla að auðugu einkalífi þar sem enginn lendir utangarðs. Háskólinn hefur alla burði til þess að ná þessu stefnumarki svo fremi hann hafi stuðning þjóðarinnar til þess. Til þess að vilji al- mennings í landinu verði skýr þurfa tvær hugsjónir að setja mark sitt á stjórn- málalíf okkar: hugsjón lýðræðis og hugsjón jafnréttis. Ég vil því að endingu lýsa inntaki þeirra. Lýðræði og jafnrétti Hugsjón lýðræðisins felur í sér að það er lýðurinn. fólkið sjálft. sem tekur virkan þátt í ákvörðunum um sín sameiginlegu mál og kýs þá sem það treystir til að leiða umræðu. miðta málum og leiða þau til lykta á opinberum vettvangi. Ábyrg þátttaka almennings í stjórnmálum er forsenda þess að lýðræði nái að þroskast og sú þátttaka felur í sér að fólk hugleiði hvað sé okkur sem heild fyrir bestu og hvað þurfi að gera til að bæta samskipti okkar bæði innbyrðis og við aðrar þjóðir. Þá er ekki síður mikilvægt að fólk fylgist með athöfnum valdhafa sem sækja um- boð sitt og vald til fólksins sjálfs. Hugsjón jafnréttisins felur á hinn bóginn í sér að fólki sé ekki mismunað með óeðlilegum hætti, heldursé unnið að því að gera öllum kleift að hafa aðgang að þeim gæðum sem þeir þarfnast. Jafnréttishugsjónin hvetur til þess að sífellt sé hugað að því að vinna gegn misrétti hvar sem þess gætir [ samskiptum fólks. koma í veg fyrir að fólk sé útilokað, til dæmis frá því að taka þátt í stjórnmálum. komast í skóla eða eiga samneyti við aðra. Samkvæmt þessu er visst jafnrétti nauðsynlegt skilyrði fyrir eiginlegu lýðræði sem gerir ráð fyrir því að allir þjóðfé- lagsþegnar taki þátt í stjórnmálum lands síns. Um leið blasir við að án lýðræðis er tómt mál að tala um jafnrétti því án þátttöku alls þorra fólks í því að að vinna af heilindum og ábyrgð að því að gera heiminn að betri heimkynnum okkar allra verður jafnrétti aldrei að veruleika. Ég bið ykkur, ágætu kandídatar, að hugleiða þennan boðskap og gagnrýna hann líka ef þið sjáið ástæðu til. Samfélag okkar allra, sem helgum líf okkar auknum skilningi á veruleikanum, er komið undir því að enginn láti sitt eftir liggja. heldur segi og geri það sem hugur hans eða hennar stendur til. Háskóli íslands þakkar ykkur samfytgdina til þessa og væntir mikils af ykkur í framtíðinni.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188

x

Árbók Háskóla Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.