Búnaðarrit - 01.01.1919, Side 7
BÚNAÐAHHIT
Vatnsveitingar.
Aldrei hafa menn þótst veiða þess jafn átakanlega
varir og í sumar er leið, hve mikla þýðingu það hefir,
að hafa ráð á vatni til áveitu. Flest þau áveitu-engi —
og flæði-engi — sem höfðu nœgilegt vatn i alt fyrravor,
spruttu sæmilega. En best spruttu þó þær engjar, er
lágu undir vatni og ís allan veturinn, og nutu vatnsins
fram eftir vorinu meðan kaldast var, eða þar til fór að
hlýna í veðri.
Þessi reynsla frá næstliðnu sumri, bendir því ótvírætt
á það, að áveitur sjeu mjög gagnsamlegar, þar sem þeim
veiður komið við, en það er víðar en margur hyggur,
ef vel er að gáð. Þær virðast hafa í för með sjer, ef" alt
er í góðu lagi, tryggan grasvöxt, jafnvel hvernig sem
árar.
Fyrir því er nauðsynlegt að leggja stund á þessa
jarðabót, þar sem því verður komið við.
Það er nú ekki ætlun mín að þessu sinni að ræða
hér um aðferðir við áveitur eða tilhögun þeirra. Unr
það efni eru einnig ýmsar góðar ritgeiðir í blöðum og
tímaritum, bæði fyrr og seinna, er veita fræðslu í
þessu efni* 1).
1) Hér skal bent á nokkrar hinar helstu ritgerðir um áveitu
og framræslu: Gunnlaugur Þórðarson: Um túna- og
engjarækt, Kaupm.höfn 1844. — A Th. Blöndal: Yatnsveit-
ingar, „Húnvetningur“ I., 1857, bls. 60—81. — Guðmundur
Ólafsson: Um vatnsveitingar. Fylgirit með „Skýrslu Búnaðar-
1