Búnaðarrit - 01.01.1919, Blaðsíða 41
BÚ NAÐARKIT
35
Lögin xnæla svo fyrir (í 1. gr.) að landsstjórninni
heimiiist að láta veita vatoi úr Hvitá i Árnessýslu á
Fióann, þegar stofnað hefir verið áveitufjelag þar í hjer-
aðinu, og samþykt fyrir það náð staðfe&tingu. Samþykt-
in heíir verið gerð („Stjórnartiðiudi" 1918, B., bls. 54—
59), og fjelagið stofnað (8. febr. 1918). Og nú er svo
langt komið, að samþykt, hefxr verið að fela Flóa-áveitu-
fjelagsstjórninni að taka lán, alt að lx/2 miljón kr. til
íyriitækisins, og hefja verkið jafnskjótt og lánið er fengið.
Jeg heíi talið sjálfsagt að minnast á þetta fyrirhug-
aða og ákvarðaða fyrirtæki hjer, þótt niikið haft áður
verið um það rætt1). Hjer er sem sje að ræða um lang-
ntœrsta og kostnaðarmesta vatnsveitinga-fyrirtæki, sem
nokkru sirmi hefir komið tii tals hjer á landi, og það
jafnvel þótt viðar sje leitað. f*aö er unx leið það yfir-
gripsmesta samvinnu- eða fjelagsfyrirtæki, sem hjer hefir
veríð ráðgert á þessu sviöi. —, Áveitunni er ætlað að
riá meira og minna til allra — 6 — hreppa Flóans.
Hennar njóta um 60 jarðaitorfur, með hjáleigum, eða
um 150 búendur alls, eins og nú er háttað ábúð eða
byggingu býla á þessu svæði.
Skesöin. Fyrir áveitunni á Skeiðin í Árnessý3lu úr
Þjóisá, mældi Karl Thalbitzer sama sumarið og hann
gerði mælingarnar í FJóanum, 1906. Áveitusvæðið taldí
hann vera 35 ferkilómetra eða 3500 hektara, og kostn-
aðinn við verkið áætlaði hann 200,000 kr. — Árin 1913
1) Helstu ritgerðir um áveit.umalin í Arnessýslu eru:
8 i g u r ð u r Sigurðsson: Framtíðarmál Árnesinga („Þjóð-
ólfur“ 46. ár, 1894, 9—10. — VigfúsGuðmnndsson:
llvernig á a.ð beisla Þjórsá? („Fjallkonan11, XX., 1903, 9—11).
— S i g u r ð u r Sigurðsson: Áveita yfir Skeið og Flóa
(„Fjallkonan", XXIV., 1907, 22—25 og 27). — Valdomar
Bjarnason: Framtíðarmál. Flóa-áveitan („Suðurland" III.,
1912, 17). — J ó n J ó n a t a n s s o n : Áveitumálin („Suðurland“,
III., 1912, 17, og IV., 1913, 25). — Sigurður S i g u r ð s s o n :
Flóa-áveitan („Tíminn“ II., 1918, 7).
3*