Búnaðarrit - 01.01.1919, Blaðsíða 68
62
BÚNAÐARRIT
Til að útskýra þetta, hafði Mendel komið með sjer-
staka kenningu, og er hún þannjg: I öllum kynsellum,
bæði eggsellum og frjódufti er eitthvaö, sem síðar meir
orsakar lit blómsins. Þetta eitthvað er strax í kyn-
sellunni, þó það ekki sjáist, og við köllum það visir*.
Þessi vísir er nú þess eðlis í þeim kynsellum, sem
myndast í rauðblóma jurtum, að hann orsakar ranðan
lit á selluhvoðuna í sellum blómsins. Yið segjum,
að þessi jurt hafi eiginleika til rauðs litar, og að vísir
til þessa eiginleika hafi strax verið í kynsellunum, sem
mynduðust í rauða blóminu. Þenna eiginleika köllum
við R.
Hjá hvítblóma jurtura vantar þenna eiginleika, og þá
vantar náttúrlega líka vísir til hans í þær kynsellur,
sem í þeim myndast. Stundum segir maður, að þau
hafi eiginleika til hvíts litar, en það er varla eins rjett,.
þó margir kanske skilji það fult svo vel. Það, að kyn-
seilurnar vantar eiginleikann R, táknum við með r, og
þessa tvo eiginleika köllum við eiginleilca-andstœður..
Munurinn á kynsellum þessara rauðu og hvítu jurta er
þvi sá, að aðrar hafa eiginleikann R, en hinar hafa hann
ekki, eða hafa r. Jurt sem ber rauð blóm, vex upp af
fræi, sem myndað er af tveim kynsellum, sem báðar
hafa haft eiginleika-vísirinn R. — Á sama hátt vex jurt,.
sem ber hvítt blóm, upp af því fræi, sem myndað er af
tveim kynsellum, sem báðar hafa haft vísirinn r.
Hvíta jurtin fær því hvað þessa eiginleika-andstæðu
snertir, líkinguna rr, en sú rauða aftur RR.
En þegar þessar tvær tegundir eru víxlfrjóvaðar,.
myndast fræin annaðhvort af eggsellu úr rauðu blómi,.
sem þá hefir vísirinn R, og frjódufti úr hvítu blómi,
sem þá hefir vísirinn r, eða af eggsellu úr hvítu blómi,
sem þá hefir vísirinn r, og frjódufti úr rauðu blómi, sem
þá hefir vísirinn R. Við víxlfrjóvun hlýtur því ávalt að
myndast íræ, sem hefir líkinguna Rr, og hefir það því
báða vísirana sameinaða í sjer. Og þegar þeasir tveir