Búnaðarrit - 01.01.1919, Blaðsíða 11
BÚNAÐARRIT
5
að þeir þurfa ei síður vatn en Garðsmenn á engjar
sínar“.
„Garðsmenn skulu ráða upptekt vatnanna". (Forn-
Iréfasafn 11., bls. 3).
Seinna í bréfinu segir, að Garðsmenn skuli viðhalda
„vatnagarði hvoru tveggja megin iækjarins".
Jörðin Hellur, sem um getur í brjefinu, er í eyði, og
samkvæmt Jarðatali Jóhnsens var hún 1805, yrkt frá
Garði.
Sagt er frá því („Fombréfasafn" II., bls. 425), að
Sauðaneskirkja á Langanesi hafi keypt árið 1318, læk
þann er nefndur er Fellslækur, fyrir eitt kúgildi. —
Spurning getur verið um það, í hvaða skyni að kirkjan
kaupir lækinn. Sumir álíta, að hann hafi verið keyptur
vegna veiði, sem í honum hafl verið, en þá er verðið
nokkuð lágt. Aðrir þykjast þess vissir, og það er senni-
legra, að það hafi verið gert til þess að veita honum á1).
Jón prófastur Steingrímsson gróf skurði og veitti
vatni á land á Frostastöðum í Skagafirði, 1754—1756,
og sömuleiðis veitti hann á, eftir að hann kom að
Kirkjubæjarklaustri. (Æfisaga Jóns Steingrimssonar, bls.
92 og 325).
En annars mun lítið getið um áveitur úr því kemur
íram á 15. öld, og það alla leið þar til á síðari hluta
18. aldar. Enda er það sameiginlegt álit sagnfræðing-
anna, að eftir Svarta dauða, 1402—1404, hafl flestu
farið aftur hjer á landi, ekki síst hvað landbúnaðinn
snertir. Manndómur allur var þá minni en áður, og flest
gekk á trjefótum, svo í búskap sem öðru.
Á síðari hluta 18. aldar voru uppi ýmsir menn, er
hvöttu til framtakssemi í búnaði, og eitt af því, er þeir
1) P á 11 búfræðiskandidat iíóphóníassou, sem athugað
lieíir nokkuð um áveitur til forna, telur engan vai'a á, að læk-
urinn hafi verið keyptur „einungis til að veita honum á, en
ekki til að stunda í honum veiði“.