Búnaðarrit - 01.01.1919, Blaðsíða 116
106
BÚNAÐARRIT
stofnuðu þau, og fengu til þess lán með góðum kjörum,
hafa nú selt þau íyrir tvöfalt verð, og grætt þannig
stórfje á sölunni. Vitanlega hafa býlin, sem reist voru
fyrir 10—18 árum, hækkað í verði við bæ^ur þær og
ræktun, sem gerð hefir verið á þeim, en þó ekki í hlut-
falli við þetta háa verð. Og þegar svo búið var að selja
býlið, lenti það í þessari braskara-hringiðu, og gekk svo
kaupum og sölum. Verðið hefir farið sífelt hækkandi, og
flestir eigendur, þótt ekki væri nema um fárra vikna
eignar-umráð að ræða, grætt á sölunni. Loks er verðið
orðið svo hátt, að ekki borgar sig að búa á þessum
býlum, þrátt fyrir hátt verð á öllum afurðum. — Ef nú
sá, sem seinast keypti, er fátækur eða berst í bökkum,
endar þetta með því, að hann fer á höfuðið, og býlið
legst í eyði.
Út af þessu ástandi, braskinu með rikisláns-grasbýlin,
hefir danska stjórnin stungið upp á því, að breyta til
með fyrirkomulagið á býlunum og lánsskilyrðin.
Þessi uppástunga eða tillaga er í því fólgin, að gras-
býlin sjeu seld á leigu — en ekki seld til eignar, —
gegn hæfilegu eftirgjaldi. Býlið sje metið, og eftirgjaldið
miðað við 5°/o af virðingarverði, er miðist við það, að
landið verði notað mest til akuryrkju.
Þeir, sem svo vilja sæta þessum kjörum, að taka
grasbýlið á takmarkaða erfðafestu, gegn þessari um-
getnu leigu, geta svo átt kost á því að fá ríkissjóðslán
til að byggja nauðsynleg hús, alt að 3600 kr. fyrir hvert
býli, gegn 4°/o vöxtum. Lánin sjeu afborgunarlaus 3
fyrstu árin, en endurgreiðist síðan á 36 árum.
Ætlast er til þess, að býlin verði svo metin upp 5.
eða 10. hvert ár. Þó býlið kunni að hækka í veiði við
matið, fyrir aðgerðir þess, sem á því situr, þá breytist
ekki leigumálinn við það. En stafi hækkunin af aðgerð-
um hins almenna, greiðist af henni hæfllegur verðhækk-
unarskattur.
Með þessu fyrirkomulagi er gert ráð fyrir, að gras-