Búnaðarrit - 01.01.1919, Side 53
BUNAÐARRÍT
47
þess verður að sprengja aðfærsluskurðinn niður i klöpp
A all-löngum kafla. En vatuið í ánni er ágætt áveitu-
vatn. Og það hefði mikla þýðingu fyrir jörðina Hjalta-
bakka — og Blönduós — að geta fengið þarna góðar
engjar. — Einnig mætti með miklum kostnaði gera
áveitu á Sauðanesi og Hnúki.
Auðladunes í Svínavatnshreppi er gamalt áveitusvæði1).
Þar má vafalaust enn koma við áveitu, og svo er ef til
vill viðar þar í hreppnum.
Hofsflói á Skagaströnd í Húnavatnssýslu. Það er all-
stór flói, er hallar^ mikið, og liggur vel við seitlu-áveitu
úr Hofsá.
Sömuleiðis mætti veita á Skeyyjustaðaflóu, er Jiggur
inuan við Hofsá, vatni úr henni. En ílói þessi er mjög
blautur, og þyrfti því að ræsa hann fram.
Baðir þessir flóar gætu orðið besta erigi með áveitu
og þurkun. Kæmi það sjer eirinig vel, bæði fyrir þær
jarðir, er eiga landið, og eins ýmsum öðrum jörðum
þar í nágrenninu, er vantar slægjur.
Staðar- og Víkurmýrar í Skagafirði. Þær liggja fram
aí Miklavatni alla leið að Grafarholti, milli Hjeraðsvatn-
anna að austan og Reynisstabarár að vestan. —• Þessi
mýrarflaki frarn á móts við Stóru-Gröf, mun vera ná-
lægi. 1000 hekturum, en alt svæðið, utan frá Miklavatni,
fram raeð Langholtinu og suður að Holtstjörn, er um
1400 hektarar. — Mýrar þessar eru mjög blautar, og
innan iirn þær, einkum meðfram Langholtinu, 'eru starar-
flóð, fen og „kýlar". En land þetta er yfirleitt fremur
grasgeflð, en þó er eigi nema tiltölulega iitill hluti þess
sleginn árlega, sökum bleytu og foræðis. Þarna vantar
alla framræslu. Vatnið situr því íast, og veldur fúa.
Svæðið er mjög hallalitið, en víða greiðfært, og gæti
orðið með timanum vjeltækt i besta lagi.
1) Sjera ,T ón Þórðarson próf., dáinn 1885, veitti á Nesið,
or liann var prestur á Auðkúlu.