Búnaðarrit - 01.01.1919, Blaðsíða 14
8
BÚNAÐaRRIT
eina af þeim búnaðarfjelögum eða jarðabótafjelögum, sem
slofnuð voru fyrir og um miðja öldina, sem leið, sem
lifað hefir alla tíð síðan og starfað. Vann það meðal
annars að skurðagerð og vatnsveitingum. Árið 1856
gerði það 1350 faðma (2760 metra) í skurðum og 152
íaðma (257 metra) af flóðgörðum („ELúnvetningur“ I.,
1857, bls. 24—25).
Árið 1848 er stofnað jarðabótafjelag í Fljótsdal í N.-
Múlasýslu. Starfaði það mest framan af að vatnsveiting-
um. Um það leyti, eða nálægt 1850, var byrjað að veita
á hið svonefnda Valþjófsstaðar-nes, tilheyrandi Skriðu-
klaustri og Valþjófsstað. Voru gerðir þar flóðgarðar. Var
áveitunni haldið þar áfram, eftir að fjelagið fjell niður,
og eru stundaðar þar enn, þann dag í dag.
Jarðabótafjelög þau, er uppi voru um þetta leyti, virð-
ast að hafa lagt einna mesta áherslu á framræslu og
vatnsveitingar. Menn sáu það og reyndu, að áveitur
borguðu sig fljótt, og jafnvel betur en aðrar jarðabætur,
ef auðvelt var að ná vatninu, og vel hagaði til að öðru
leyti. Sama var að segja um framræsluna. Þá voru
engir skurðir og alt flaut í vatni, ef rigningarkast gerði.
Olli það oft töfum um sláttinn þar sem engjar voru
raklendar. Ber það sumstaðar við enn, i rosasumrum,
en minna kveður þó að því en áður var. — Það var
því eðlilegt, að menn legðu áherslu á það, að „skera
fram“ blautar engjar, og með því koma í veg fyrir
stórfeldar verkatafir um hásláttinn, ef út af bar með
veður, og rosa gerði.
Um 1860 virðist svo sem að dofni yfir jarðabótafram-
kvæmdum manna um skeið. Voru þá og nokkuð hörð
ár, og kláðinn geysaði um landið, og dró þetta hvoru-
tveggja dug úr mönnum. Hugir manna beindust þá mest
að því, að útrýma kláðanum. — Flest búnaÖar- eða
jaiðabótafjelögin, sem stofnuð voru um miðja öldina, lögð-
ust niður eða fjellu i dá og hættu að starfa. Þessu fór
íram um hríð.