Búnaðarrit - 01.01.1919, Blaðsíða 37
BÚNAÐARftlT
31
aem ekki hefir þótt ástæða til að nefua sjerstaklega, með
því lika að þessar áveitur eru víða í smáuin stíl, og
þeirra gætir fremur lítið. Eigi að síður bæta þær nokkuð,
og dregur mest um þær í heyskaparrýrum sveitum. Og
sjalfsagt er fyrir bændur, að nota hvað litla sprænu
sem er til áveitu, ef staðhættir leyfa það.
Hitt er annað mál, hvað mikið legqjandi er í kostnað
við slikar áveitur, þar sem vatnið er lítið, og ef til vill
Ijelegt. Um það verður ekkert fullyrt, nema íróðir menn
i þessutn efnum komi á staðino, og kynni sjer allar
ástæður.
Meiri hlutinn af þessum áveitum, sem hjer að framan
hafa verið nefndar, eru verk einstakra manna, stundum
hverra fram af öðrum, og tilheyra einstöku jörðum út
af fyrir sig, en sumstaðar eru tvær og þrjár jarðir í sam-
lögum um að veita á. Þá hafa nokkrar fjelags- eða
samvinnu-áveitur verið gerðar. og það í stærri stíl, eink-
um siðustu árin. Er þar íyrst að nefna áveituna á
Miklavatnsmýri í Árnessýslu. í fjelagi um hana eru ná-
lægt 30 búeudur. Samþykt hefir verið gerð um notkun
og viðhaid áveitunnar („Stjórnartíðindi" 1917, B-deild,
bls. 201—203). — Áveitan úr Álunum í Austur-Land-
eyjum í Rangárvallasýslu er einnig fjelags-áveita. Sama
er að segja um áveituna úr Akureyjar-fljóti og áveituna
í Eyjahverflnu í Út-Landeyjum. Eru þar 4—5 búendur
í fjelagi um hvora þeirra. Þessar áveitur í Út-Landeyjum
voru gerðar árin 1913 og 1914.
Séls-áveitan úr Litlu-Laxá í Árnessýslu er fjelags-
áveita. Og sama má i ra'tin og veru segja um áveituna
úr Laxá í Kjós á Hurðarbaks-, Káraness- og Meðalfells-
engjar.
Áveitan úr Hvammsá í Mýrdal á engjar Reynishverfis-
ins, Foss-bæjanna og fleiri jarða þar, er fjelags-áveita
að því leyti, að einn sameiginlegur aðíæisluskurður flytur
valn á alt svæðið. Að öðru leyti er mjer ekki kunuugt