Búnaðarrit - 01.01.1919, Blaðsíða 28
22
BtiNAÐARRIT
ræsa fram, ef áveitan á aö geta gert verulegt gagn.
Meðal annars er þess eigi að vænta, að flóðgarðar geti
staðið eða þolað vatnsþrýstinginn í blautum og fúnum
forarflóum. Og svo fór einnig hjer. Flóðgarðarnir, er
gerðir voru, eyðilögðust meir og minna eftir stuttan
tíma.
Á Vífilsstöðim í Gullbringusýslu er áveita, nýlega gerð.
Borgarfjarðarsýsla. Par er hvergi um stórar
eða samfeldar áveitur að ræða. En flæðiengin bæta það
upp, það sem þau ná. — Sunnan Skarðsheiðar eru
helstu áveitu-jarðirnar Leirá, Geldingaá og Fiskilækur.
Ofan Skarðsheiðar eru áveitur á Skeljabrekku, Hvann-
eyri, Yarmalæk, Bæ, Steindórsstöðum, Húsafelli o. s. frv.
Mýrasýsla. Þar er áveita á þremur jörðum í
Hvítársíðunni, og einna mest í Fljótstungu, og á fáein-
ura bæjum í Þverárhlíðinni, þar á meðal á Helgavatni
og Kvium.
í Stafholtstungum er töluverð áveita á einum 7 jörð-
um, meðal annars á Lundum, Steinum, Efranesi o. s. frv.
í Borgarhreppnum er áveita á átta jörðum, Ánabrekku,.
Beigalda, Stangarholti, Svignaskarði o. s. frv.
Vestur um Mýrar eru áveitur til og frá úr lækjum
og stöðuvötnum, einkum þó í Álftaneshreppi neðan til,
t. d. á Álftanesi, Miðhúsum, Lambastöðum, Hofsstöðum,
Yogalæk og Leirulækjarseli. — í Hraunlireppi eru
smá-áveitur, meðai annars á Álftá, Hrafnkelsstöðum,
Ökrum o. s. frv.
Snæfeilsnessýsla. Óvíða á Iandinu sprettur betur
undan bergvatni en í þessari sýslu sunnanfjalls, einkum
vestan Straumfjarðarár. í Staðarsveit og Breiðuvík flæða
ár og lækir yfir engjalöndin í leysingum og vatnavöxt-
um, og sprottur þar alstaðar vel. En sá er víða galli á
gjöf Njarðar, að vatninu er ekki markaður bás, og gerir
það þvi stundum tjón i rosaárum. Og iítið heflr verið
gert að því að undanförnu, að nota vatnið til reglulegrar
áveitu, nema það sem það fer sjálft.