Búnaðarrit - 01.01.1919, Blaðsíða 44
38
BÚNAÐA.RRIT
SkíUlioltstmiga, mílli Brúarár og Hvítár, er all-st.ór
spilda, um eða yfir 300 hektara, flatlend og sniáþýfð.
Sennilegt er að vatn mundi nást á Tunguna, annaðhvort,
úr Hvítá, fyrir ofan gamJa Skáiholts-stekkjartúnið, eða
úr Brúará. Reyndist það kloyft, mætti gera þarna stórt
uppistöðu-engi, því landið er mjög hallalítið, og gras-
vöxtur mundi reynast þar óbrygðull. hvor áin sem t.ekin
væri. Gera má ráð fyrir,- að þetta — um upptöku vatnsins
— verði rannsakað áður en langt um liður.
Laugardalurinn. Hann er talinn einhver meb feg-
urstu sveitum landsins. Þar skiftast á skógar, grasi-
vaxnar hliðar og skrvrðgræn engi. — En þessi engi má
mikið bæta meb vatnsveitingum. Það er lítið eitt byrjað
á því, en þarf að verða meira. Komið hefir til tals að
gera öfluga stíflu i Hólaá, lítinn spöl neðar en hún fell-
Ur úr Laugarvatnsvatni. Með því væri fe'ngið mikið flóð.
Vatnið hækkaði og flæddi yfir alt láglendið í kringum
það. Hefðu þess not, meira og minna, 5—6 búendur.
Veiður þetta rannsakað væntanlega áður en langt um
liður.
En svo má bæta engjarnar á sumum jörðum í daln-
um, irteð því ab veita á þær vatni úr árn og lækjum.
er falla niður um mýrarnar. Sjerstaklega liggur vel við
áð nota Skilland-tá til áveitu, og það með tiltölulega
litlum ko tnaði, á Hjálmsstöðum, Ketilsstöðnm og M'ðdal.
Hjallaforir. Þessar forir tilheyra Hjallahverfinu,
Bakka og Þórnddsstöðum i Ölfusi í Árnessýslu. Þ.ið er
mýrarsvæði vestan við Þorleifslœk, blautt en grasgefið.
Byrjað var á affærsluskurði í „Forunum1' fyrir 25—26
árum. Þenna skuið þarf að eridurbæta og lengja. Gera
þarf þar svo fleiri skurði til þurkunar. Voita siðan vatui
á landið úr nðurnefndum Þorleifslæk. Geta þá þessar
„Forir“ orðið besta eugi.
Kostnaðurinn við þetta verk er lauslega áætlaður
6000—7000 kr.