Búnaðarrit - 01.01.1919, Blaðsíða 30
24
BÚNAÐARRIT
ísafjaröarsýsla. í Önnndarfirði er áveita á
Þórustöðum og Hjarðardal, en annarsstaðar þar ekki
svo teljandi sje. En viða eru bar sæmilegar engjar,
bæði fram í Firðinum, og eins í Holti og Bjarnardalnum.
Og að áliti kunnugra manna mætti bæta þessar engjar
all-mikið með áveitu.
í Dýrafirðinum er hvergi veitt á, síst svo nokkru
nemi. En sjálfgerðar veitur eru þar á nokkrum jörðum,
eins og víðar um Vesturland. En bæta mætti þar sum-
staðar slægjulöndin með áveitu, t. d. í Keidudal, Sönd-
um, Mýrum, Núpi, Ingjaldssandi, er tilheyrir Mýrahreppi,
og víðar.
Við ísafjarðardjúp er yfirleitt lítið um hentug áveitu-
lönd, enda nálega hvergi þar um áveitur að ræða. —
í Hafnardal í Nautoyrarhreppi er ofurlítil áveita.
Neðst í Skjaldfannardalnum er dálitið undirlendi og
nóg vatn. Þar mætti sjálfsagt gera áveitu. Og víðar í
Nauteyrarhreppi mun þess kostur að gera áveitu, t. d. í
Langadalnum o. s. frv.
Strandasýsla. Þar er lítið um áveitur, eins og
víðar um Vesturland, enda hvergi þar um álitleg áveitu-
svæði að ræða. Þó mætti þar, sem viða annarsstaðar,
nota smá-ár og læki, sem renna ofan fjallshliðarnar, til
seitluáveitu.
í Bæ í Hiútafirði er veitt á. Og sömuleiðis hefir eitt-
hvað verið átt við það í Bitrunni (Snartartungu) og
Kollafirðinum (Felli). — í Tungugröf er ef til vill byrjað
að veita á. Að nrinsta kosti mætti bæta þar engjarnar
með framræslu og betri tilhögun á vatninu, sem rennur
þar niður á flóana.
í Kálfanesi er eða mætti gera áveitu á engjapart, upp
frá bænum.
Húnavatnssýsla. Þar eru víða áveitur. Kveður
mest að þeim í Vatnsdal og Þingi. Er þar meiri og minni
áveita á mörgum eða flestum jörðunum. í Vatnsdalnum
er áveituvatnið tekið úr Vatnsdalsá, og úr lækjum og