Búnaðarrit - 01.01.1919, Blaðsíða 78
BUNAÖARRIT
«8
Ijós. er það, aö hver einstaJcur eiginleiki (vísirj erfist
sjálfstœtt og oháður 'áðrum eiginleikum1).
Þessu til skýringar verður nú að taka dæmi, og hý
jeg það til úr búfjárrækt okkar, þó það raunar sjeu til
mýmörg slík dæmi úr tilraunum þeirra, er við þossar
rannsóknir hafa fengist.
Segjum við höfum jarpan, brokkgengan fola, og rauða,
valcra hryssu, og að þau sjeu bæði kynlirein hvað þessa
eiginleika snertir.
Látum J tákna jarpt, en r rautt, B tákna brokk, en
V vekurð. Látum nú leiða þessi hross saman, og þá fá-
um við 1. lið kynblendinganna. Öll hrossin í honum eru
eins á lit, jörp og brolckgeng-, en í þeim öllum er hul-
inn vísir til rauðs litar og vekurðar, og vekurðinni geta
góðu reiðmennirnir náð úr þeim. Þessi hross hafa lik-
inguna J. r. B. V.
Gerum nú ráð fyrir, að við notum fola úr þessum lið
handa systrum sínum. Af því sem áður er sagt, sjáum
við þá, að sama kynsella getur ekki fengið í sig vísir
bæði til J og r, heldur klofna nú eiginleika andstæð-
urnar, og hver kynsella fær að eins vísir til eins litar
(Jfi jarpt, V* rautt). Alveg sama er að segja um gang-
inn. Aðgætum við nánar, sjáum við að sameiningin milli
kynsellnanna getur orðið á 16 vegu, eins og sjest á
eftirfarandi töflu:
1) Nú 1919 — tveim árum eftir aö grein þessi var samin —
er vissa fengin fyrir því, að til eru undantekningar frá þeBsu
meö oinstaka oiginloika, sem virðast vera bundnir saman, og
óaÖ8kil,ianlega verða að erfast saman. I’. .