Búnaðarrit - 01.01.1919, Blaðsíða 113
BtíNAÐAIlRIT
103
ónum króDa, til lána handa vinnumOnnum í sveit og
v.erkamönnum til að stofna grasbýli, kaupa landið og
byggja á því. Lánin voru afborguuarlaus fyrstu 5 árin,
en skyldu afborgast síðan á 50—60 árum.
Á þessum 5 árum, er lögin voru fyrst í gildi, var
komið á fót 1859 grasbýlum, og lánað hafði verið alls
6,530,233 kr., eða 3512 kr. til jafnaðar á hvert býli.
Lög þassi hafa síðan verið endurskoðuð fjórum sinnum,
og eru dags. 22. apríl 1904, 30. apríl 1909, 5. maí
1914, og nú síðast 22. júní 1917.
Við hverja endurskoðun hefir lögunum verið breytt í
þá átt, að gera lánin aðgengilegri á ýmsan hátt, heim-
ila kaup á stærra landi en áður, og lánsfjeð aukið, bæði
í heild sinni, og til hvers einstaks lántakanda.
Eftir elstu lögunum voru lánin til hvers grasbýlis-
bónda 3000—3600 kr., og býlið mátti ekki vera stærra
en um 3 hektarar. Vextir voru 3%. Því næst voru lánin
aukin upp í 5000—6000 kr., og stærð býlisins ákveðin
alt að 6 hekturum. Og eftir síðustu lögunum, frá 1914
og 1917, má lána alt að 10000 kr. til hvers grasbýlis,
en þó ekki meira en ö/io hluta virðingarverðs allrar eign-
arinnar. Lánin eru, eins og áður, afborgunarlaus 5 árin
fyrstu, en endurgreiðast svo með 5°/o í afborgun og
vexti. En sjálfir vextirnir hafa verið hækkaðir upp í
4%.
Fjárhagsárið 1918—’19 er hoimilað að lána til stofn-
unar grasbýla, alt að 5 miljónum króna.
Síðan fyrstu lögin um stofnun grasbýla í Danmörku
og lán til þeirra, voru samþykt 1899, og fram að árinu
1918, hefir verið'komið þar á fót, með ríkissjóðslánum,
um 9000 grasbýlum. Upphæðin, sem lánuð hefir verið í
Þessu skyni, nemur rúmum 50 miljónum króna, eða
5500—6000 kr. til jafnaðar á hvert býli. Og á þessum
býium lifa nú, eða hafa framfærslu, um 50000 manns,
eldri og yngri.
öllum kemur saman um það, að lánveitingar þessar