Búnaðarrit - 01.01.1919, Side 22
16
BÚNAÐARRIT
og fullkomna áveituna. Gerðir hafa verið flóðgarðar með
flóðgáttum, og er óvenjulega vel frá þeim gengið1). —
Landið, sem veitt er á, var áður óræktarmýri, og litið
slegið í henni. í sumar, er leið, spratt áveitulandið vel.
Á öðrum jörðum í Nesjum er lítið um áveitur, að
eins í byijun á fáeinum bæjum. — Á Mýrunum hefir
mest verið gert að áveitum í Holtaseli, Hólmi og Flatey.
En annars eru þar viða góðar flæðiengjar, eins og áður
er getið. — í Suðursveit er eitthvað átt við áveitu á
Skálafelli og Smyrlabjörgum.
í Örœfum er áveita á flestum jörðunum, bæði uppi-
staða og seitluveita. Stærstar eru áveiturnar á Svína-
felli, um 20'hektara.
í vestursýslunni eru miklar áveitur, og óvíða á land-
inu meiri en þar. Á Síönnni er áveita á flestum jörð-
um frá ánni Stjórn og austur að Núpsstað. Stærstar
áveitur eru á Hörgslandi, Breiðabólsstað, Fossi, Maríu-
bakka, Teigingalæk o. s. frv.
Á flestum jörðunum í Landbroti eru einnig áveitur,
og sumar þeirra mjög myndarlegar og stórar. Einna
mestar eru þær í Þykkvabæ, Seglbúðum, Hraunkoti,
Hruna og Fagurhlið. Áveitan í Þykkvabæ var gerð árin
1904—1908, og hefir reynst ágætlega. Er það bæði uppi-
staða og seitluveita. Óræktarmýrum hefir verið þar bieytt
í bezta engi, og svo er viðar þarna í Landbrotinu. —
Á Hólmum hafa verið búnar til engjar með áveitu, þar
sem áður var svo að segja graslaust, og jarðvegurinn
mosa-nabbar og sandur.
1) Hoffell er ágætlega setin jörð. Túnið, sera upphaflega var
bæði þýft og illa giýft, er nú rennislétt, og sjest hvergi á stein-
nibbu upp úr því. Öll uragengni er þar hin mesta fyrirmynd.
Hafa búið þar feðgar, hver fram af öðrum, í meir en 100 ár.
Elstur þeirra var Eiríkur frá Árnanesi, er átti dóttur Jóns
sýalumanns Helgasonar, og tók við búi af honum. — Jón
sýslumaður kom að Hoffelli árið 1764, og lifði fram yfir aldamót.