Búnaðarrit - 01.01.1919, Side 46
40
BUNAÐA HRI'i'
Með því að taka vatnið fyrir neðan gljúfrin, en ofan við
vaðið, næst það yíir lágflóana í sveitinni, fyrir vestan
eða neðan Bæjarbrúnina. Hins vegar mundi það nást
yfir á flóana sem liggja hærra (frá Vannalæk), ef áin
væri tekin upp á efri staðnum.
í Reykhol1;8dalnum eru mýrar, tilheyrandi Skáney,
Grímsstöðum og fleiri jörðum. — Eigi er ólíklegt að ná
megi vatni úr ReyJcjadalsá á þessa flóa1), með því að
taka það upp inn á móts við Úlfsstaði eða jafnvel ofar.
Þegar svo vatnið væri komið niður á Skáneyjarflóa, má
veita því út á Deildartunguflóann. En gallinn er sá, að
vatnið í ánni þar fremra er lítið, og hætt við, að það
verði ekki nóg á alt þetta svæði.
Auk þessa má á nokkrum bæjum i Lundareykjadal
gera áveitu, t. d. á Skálpastöðum, Oddsstöðum og viðar.
— Á Hesti er landspilda er nefnist IUasund. Þar getur
verið áveita. Og svona er það víða, ef vel er Jeitað.
Ein af betri engjajörðunum í Borgarfirði, sem ekki
hefir verulegt flæðieDgi, eru Fitjar í Skorradal. Telja
má samt víst, að þær engjar megi bæta frá því sem
er, með áveitu.
Ferjubakkaflói i Borgarhreppi i Mýrasýslu. Hann er
grasgefinn og greiðfær, og mjög hallalítill. í stórum leys-
ínga-flóðum á vorin flæðir yfir hann, og hann liggur
undir ís á vetrum. — Yafalaust mætti bæta þenna flóa
með því að veita á hann, og gera þar flóðgarða til þess
að halda vatninu. Vatni má veita á hann úr Skarðslœlc,
og eins úr Steinbogalæk eða Eskiholtslæk öðru nafni.
Komið gæti einnig til mála að gera stiflu í Hópið ofan
viö flóann. Mundi það þá flæða yfir alt þetta land, og
um leið engjarnar frá Sólheimat.ungu.
Gera má einnig uppistöðu-áveitu á ílóaspildu neðan
við Ferjubakka, úr læk eða síki, sem fellur þar í Hvítá.
með því að stífla síkið.
1) P á 11 búfr.kand. Zóphóníasson hefir bont mjer íi þetta.