Búnaðarrit

Volume

Búnaðarrit - 01.06.1917, Page 13

Búnaðarrit - 01.06.1917, Page 13
BÚNAÐARRIT 171 Þess skal getið til skýringav um tölu búanna, að árið 1914 störfuðu að eins 23 bú. Landmanna-smjörbúið, sem þá lá niðri — starfaði ekki — tók aftur til starfa strax árið eftir og starfar enn. Ljósvetninga-smjörbúið, sem talið er lagt niður 1915, starfaði heidur ekki þetta ár, og sama er að segja um „Fram“-búið í Skaga- firði. Um kostnaðinn við rekstur búanna er þess að geta, að hann fer vitanlega mikið eftir smjörframleiðslunni. Því betur sem árar og smjörið er meir-a, því minni er þessi kostnaður á hvert, kg. af smjöri. Að öðru leyti má minna á það, að kostnaðurinn er jafnan tiltölulega hœrri hjá ininni búunum en þeim stóru. Af þvi leiðir, að félagsmenu litlu búanna fá lægra verð fyrir sitt smjör en hinir. Skýrslan (IV.) um stofnkostnað og skuldir búanna er að nokkru leyti bygð á upplýsingum frá formönnum þeirra, og skýrslu landsféhirðis, að því er tekur til viðskifta búanna við viðlagasjóð. Það sem ógreitt er af lánum búanna við viðlagasjóð, samkvæmt þessari skýrslu, er miðað við árslokin 1915. En að sjálfsögðu hefir eitt- hvað verið greitt síðan af því, sem þá stóð eftir af þessum lánum. Rúmur helmingur búanna er skuldlaus að öðru leyti en því, er eftir stendur ógreitt af viðlagasjóðsláni þeirra. Svarfdæla-smjörbúið tók aldrei neitt viðlagasjóðslán, en fékk bankalán til þess að koma búinu á fót. Nú er það komið vel á veg með að endurgreiða það lán. „Aðrar skuldir" búanna flestra eru ekki mjög tilfinnan- legar. Skuld Rauðalækjar-smjörbúsins stingur mest í augun. Búið varð að taka stórt lán, eins og getið er um (neðanmáls), er það endurbygði smjörskálann. Skálinn er allur steinsteyptur og vandaður. Búið er eitt af myndar- legri smjörbúunum, og að því standa margir efnamenn, svo að ekki er ástæða til að örvænta um framtíð þess vegna þessarar skuldar.

x

Búnaðarrit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Búnaðarrit
https://timarit.is/publication/595

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.