Búnaðarrit

Volume

Búnaðarrit - 01.06.1917, Page 24

Búnaðarrit - 01.06.1917, Page 24
182 BÚNAÐARRIT lega Skandinavía og Bretland. Skal eg því einungis leyfa mér að minnast á sýkingarhættu þá, sem stafað gæti af þessum innflutningi. Sýkingarhættan við innflutning búpenings liggur aðal- lega í þessu tvennu: 1. Veiklun í hinum blandaða kynstofni sumpart gegn náttúruskilyrðum landsins og sumpart gegn sjúkdómum, sem eru orðnir landlægir. Getur þá svo farið, að hinn blandaði kynstofn bjóði sjúkdómum þessum svo góð skil- yrði, að sníkjuverur þær, sem orsaka þá, magnist svo mjög, að hinum innlenda kynstofni standi enn meiri hætta af þeim en áður var tilfellið. 2. Innflutningi nýrra sjúkdóma, sem flestir munu or- sakast af þektum eða óþektum sníkjuverum. Að því er fyrra atriðið snertir, verður hættan mun minni þá er um „takmarkaða" kynblöndun er að ræða. Reyndar verður ekki séð, hvað takmörkuð kynblöndunin eigi að vera — hvort það eigi að vera blöndun i fyrsta, annan eða þriðja lið eða enn meiri blöndun; en eg hygg að takmörkuð kynblöndun verði naumast skilin á annan veg en þann, að með því só átt við kynblöndun, sem ekki heflr það markmið að framleiða varanlegan kyn- stofn, því að öðrum kosti mundi erfitt að tryggja það, að kynblöndunin yrði takmörkuð. Sennilega ætti sér þá aðallega hálfblóðsblöndun — blöndun í fyrsta lið — stað, til framleiðslu sláturfjár. Ekki er loku fyrir það skotið, að lífsskilyi ðin hér á landi gætu reynst óheppileg fyrir hinn blandaða stofn, eða að hann gæti reynst gróðrar- stöð fyrir innlenda sjúkdóma, en mér virðist það þó lítt sennilegt. Ætti þar á móti að framleiða varanlegan blandaðan kynstofn, mundi raun bera vitni um það, að hin ofannefndu atriði hefðu mikið að segja — því þann veg mun það hafa gengið í flestum löndum, en hvort af því mundi leiða verulegan baga, er alómögulegt að dæma um fyrirfram — tíminn og reynslan gætu fyrst

x

Búnaðarrit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Búnaðarrit
https://timarit.is/publication/595

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.