Búnaðarrit

Volume

Búnaðarrit - 01.06.1917, Page 29

Búnaðarrit - 01.06.1917, Page 29
BÚNAÐARRIT 187 eru kunn ákvæði um innflutning búfjár, gilda alveg hlið- stæð ákvæði og reglur um innflutning fóðurs og búpen- ingsafurða. Hefi eg hér að framan stuttlega drepið á það, hvernig þessum ákvæðum er varið í Danmörku. Það sem vér því verðum að glöggva oss á í þessu máli er þetta: Getum vér bannað allan innflutning bú- fjár og vöru þeirrar, sem sýkingu getur valdið, þannig að trygging fáist fyrir því, að vér framvegis getum bægt frá oss öllum nýjum aðfluttum búfjársjúkdómum, eða verðum vér að leyfa takmarkaðan innflutning á hvoru- tveggja, og leitast þá við að búa svo um hnútana, að sýkingarhættan verði sem miust? Erlendis hafa menn víðast hvar valið síðari leiðina, en þó með strangara eftirliti en sennilega væri hægt að koma við hér heima. Yeldur þar fyrst og fremst um dýialæknafæðin og fáfræði almennings um húsdýrasjúk- dóma og trú margra á því, að hættan sé miklum mun minni en af só látið. Ennfremur það, að ef svo bæri við, að einn eða annar nýr húsdýrasjúkdómur yrði landfast- ur, vantar með öllu lög og umboð til þess að hlutað- eigandi stjórnarvöld geti tekið í taumana eins og þyrfti. Ekki má heidur gleyma því, að fjarlægðin á eina hlið og samgöngur dýranna á hina hlið bæja, sveita, sýslna og fjórðunga á milli mikinn hluta ársins mundi verða hinn versti Þrándur í Götu fyrir því, að hægt væri að ráða niðurlögum sjúkdómsins þegar í byrjun. Nægir í því efni að benda á fjárkláðann og útrýmingartilraunir þær, sem þar hafa verið gerðar. Auðvitað verður einnig að líta á það, hvað menn hyggjast að vinna við innflutning búfjár. Ryðji sú skoðun sér meira og meira til rúms, að það sé stórt tap, sem landbúnaðurinn biði við það, að vera bægt frá því að blanda búfjárstofninn, mun veita erfitt að spyrna á móti broddunum til lengdar, og mætti þá svo fara, að byrjað yrði á innflutningi búfjár ef til vill meira af kappi en forsjá. Gætu þá leikai farið þannig, að betra hefði verið

x

Búnaðarrit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Búnaðarrit
https://timarit.is/publication/595

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.