Búnaðarrit

Årgang

Búnaðarrit - 01.06.1917, Side 48

Búnaðarrit - 01.06.1917, Side 48
206 BÚNAÐARRIT Þessu næst fór eg 25. april austur í sýslur. Hélt fundi í nautgripafélögunum í Rangárvallasýslu og leið- beindi með áveitu o. fl. á nokkrum bæjum undir Eyja- fjöllum og víðar. — Á leiðinni heim var eg á tveimur smjörbúafundum í Árnessýslu, Apárbúsins og Fossvalla- lækjarbúsins. Yar 19 daga í þeirri ferð. Lagði enn á stað í ferð 30. maí upp í Borgarfjörð, og ferðaðist um Mýra og Borgarfjarðar sýslur og Kol- beinsstaðahrepp í Snæfellsnessýslu. Leiðbeindi í ferðinni með áveitu o. fl. á 25 bæjum. Var á hrossasýningu í Deildartungu 21. júní. Fór svo úr Borgarfirðinum yfir Uxahryggi og austur í Árnessýslu. Var á hrossasýningu í Þjórsártúni 8. júli. Hélt svo þaðan austur í Land- eyjar. Leit þar eftir viðhaldi skurða og leiðbeindi í út- eftirleiðinni með áveitu á nokkrum bæjum o. s. frv. Kom heim 13. júli, og hafði eg þá verið 45 daga að heiman. Þá lagði eg upp á ný 2. ágúst. Var ferðinni heitið um Vesturland eða nokkurn hluta þess, og gerð eftir tilmælum Búnaðarsambands Vestfjarða. — Hélt eg sem leið lá um Dalasýslu, og fór síðan um Austur-Barða- strandarsýslu, Barðaströnd og Rauðasandshrepp. Úr Barða- strandarsýslu fór eg svo norður að Djúpi og þaðan yfir Ófeigsfjarðarheiði norður í Strandasýslu. Ferðaðist eg ná- lega um alla sýsluna, og að því búnu hélt eg til Reykja- vikur. Kom heim 15. sept., og hafði ferðin tekið 45 daga alls. — í þessari ferð um Vesturland kom eg á 22 bæi í Dalasýslu, 44 bæi í Barðastrandarsýslu og rúma 40 bæi í Strandasýslu. Loks íór eg 21. sept austur yfir fjall, til fundarhalda og mælinga i Ölfusinu og víðar, og var tæpar 3 vikur í þeirri ferð. Auk þessara ferðalaga, er hér hefir verið getið, fór eg tvívegis austur í Flóa, í Flóaáveitunefndar erindum, 22.— 27. júlí, og aftur 18.—19. nóvember, og ennfremur tvisvar suður að Vifilsstöðum, til að leiðbeina með fram-

x

Búnaðarrit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Búnaðarrit
https://timarit.is/publication/595

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.