Búnaðarrit

Volume

Búnaðarrit - 01.06.1917, Page 50

Búnaðarrit - 01.06.1917, Page 50
208 BÚNAÐARRIT vík og Haga í Barðastrandarsýslu, Kálfanesi, Tungugröf, Pelli og Bæ í Strandasýslu o. s. frv. Loks mældi eg jarðabætur Guðmundar Þorbjarnarsonar, bónda á Stóra-Hofi á Rangárvöllum. Nema jarðabætur hans undanfarin 7 ár, sem hann hefir búið þar, 2780 dagsverkum. Áður bjó hann á Hvoli í Mýrdal í 15 ár, og vann þar þau ár nálægt 1200 dagsverkum. Sést af þessu, að Guðmundur er mikilvirkur og framúrskarandi jarðabótamaður. Áveitutilrannir. í skýrslu minni til Búnaðarfélagsins árið 1914 („Búnaðarritið" 29. ár, 1915) er skýrt frá undirbúningi áveitutilrauna, sem búnaðarþingið hafði ákveðið að koma á fót (Sjá bls. 242—244). — Nú er þegar ráðið, að þessar tilraunir fari fram á fjórum stöð- um, og samið um tilhögun þeirra og fleira er að þeim lýtur. Tilraunirnar hafa tekið að sér að gera þeir Einar bóndi Árnason í Miðey í Austur-Landeyjum í Rangár- vallasýslu, Guðmundur G. Bárðarson, bóndi og náttúru- fræðingur í Bæ í Hrútafirði í Strandasýslu, Jósep Jó- hannesson, bóndi í Skógsnesi, við Miklavatnsmýri í Árnes- sýslu, og Sigurður skólastjóri Sigurðsson á Hólum í Hjaltadal. í Miðey og Skógsnesi verða gerðar tilraunir að eins með uppistöðuáveitu, en í Bæ og á Hólum bæði með uppistöðu- og seitlu-áveitu. Sýningar. Þetta ár voru haldnar tvær héraðssýningar á hrossum og hrútasýningar í haust. Önnur hrossasýn- ingin var haldin í Deildartungu 21. júní, fyrir Mýra og Borgarfjarðar sýslur. Þar voru sýndir 8 graðhestar, 4 vetra og eldri, 8 folar 3 vetra, og 19 hryssur, 4—15 vetra. Fyrstu verðlaun voru veitt þar fyrir gulan hest (Dala-gul), 5 vetra, 137 cm. á hæð, ættaðan frá Fellsenda í Dala- sýslu, og önnur verðlaun fyrir rauðan hest, frá Hvann- eyri, 6 vetra, 138 cm. á hæð, ættaðan frá Eyjólfsstöð- um í Yatnsdal. í dómnefnd, auk mín, voru þeir Halldór

x

Búnaðarrit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Búnaðarrit
https://timarit.is/publication/595

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.