Búnaðarrit

Volume

Búnaðarrit - 01.06.1917, Page 51

Búnaðarrit - 01.06.1917, Page 51
BÚNAÐAliRIT 209 skólastjóri Yilhjálmsson á Hvanneyri og Vigfús hrepp- stjóri Bjarnason í Dalsmynni. Hin sýningin var í Þjórsártími 8. júlí. Voru þar sýndir 12 hestar, 5 vetra og eldri, 7 hestar 4 vetra, 2 folar 3 vetra og 44 hryssur. Fyrstu verðlaun voru veitt fyrir 3 hesta, bleikan 8 vetra, 141 cm. á hæð, eign hrossa- ræktarfélagsins Atla í Ásahreppi í Rangárvallasýslu, bleiknösóttan (Húna), 8 vetra, 141 cm. á hæð, eign hrossaræktarfélags Hvammshrepps í Mýrdal í V.-Skafta- fellssýslu, og fyrir rauðan (Baldur) 7 vetra, 141 cm. á hæð, eign Guðmundar Þorbjarnarsonar á Stóra-Hofi á Rangárvöllum. — Auk þess voru veitt önnur verðlaun fyrir 7 hesta, og eru flestir þeirra eign hrossaræktar- félaga þar eystra, og þriðju verðlaun fyrir fjóra. í dómnefnd þar, auk mín, voru þeir Eggert hreppstjóri Benediktsson í Laugardælum og Sigurður bóndi Jósefsson á Sandhólaferju. Erútasýningarnar voru haldnar í flestum hreppum innan Búnaðarsambands Suðurlands, í Þingeyjarsýslunum og á Álftanesinu í Gullbringusýslu. Jón H. Þorbergsson, aðstoðarmaður búnaðarfélagsins í sauðfjárrækt, veitti sýningunum syðra forstöðu, en Hallgrímur bróðir hans, bóndi á Halldórsstöðum í S.-Þingeyjarsýslu, stóð fyrir sýningunum nyrðra. — Skýrsla um sýningarnar syðra er prentuð í 1.—2. hefti „Búnaðarritsins“ þ. á. (bls. 155— 160). Kynbótafélögin. Þeim hefir heldur fjölgað þetta ár. Nautgripafélögin, sem nutu styrks skýrsluárið frá 1. nóv. 1914 til 31. okt. 1915, voru 30 alls, með nálægt 3370 kúm samtals. Félögin eru: 2 í V.-Skaftafellssýslu, 7 í Rangárvailasýslu, 8 í Árnessýslu, 2 í Borgarfjarðarsýslu, 2 i Mýrasýslu, 1 í Barðastrandarsýslu (á Rauðasandi), 1 í V.-ísafjaiðarsýslu (Önundarfirði), 2 í Húnavatnssýslu, 1 í Skagafirði (Viðvíkursveit), 2 í Eyjafjarðarsýslu og 2 í S.-Þingeyjarsýslu (Höfðahverfi og Látraströnd). — í árs- 14

x

Búnaðarrit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Búnaðarrit
https://timarit.is/publication/595

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.