Búnaðarrit

Årgang

Búnaðarrit - 01.06.1917, Side 72

Búnaðarrit - 01.06.1917, Side 72
BÚNAÐARRIT 230 legasta, ab undanskildu því, að 18. sept. kom aftaka- útnorðanveður, enda mistu þá margir hey og sumir hlöð- ur og fjárhús. Sama dag fauk allmikið af heyi undir Eyja- fjöllum. Haustið og veturinn til nýjárs. í Reykjavík og grend voru rigningar um haustið minni en venja er til. Var hægt að vinna að jarðabótum fram í byrjun nóvemberm. 6. nóvember var skautaís á Tjörninni í Reykjavík. Héld- ust frostin í 10 daga. En svo var aftur hægt að vinna að jarðabótum 16.—25. nóv. Fór þá að frjósa fyrir alvöru. I Borgarflrði var mesta eftirlætistíð allt haustið. Frá byrjun jólaföstu til nýjárs stillur, en stundum allmikið frost. Á Snæfellsnesi voru lömb tekin í hús í desember- byrjun, og hrossum var farið að hjúkra viku fyrir jól, en sumstaðar gengu þau þó til ársloka. í Dölum var haustið gott og hrakviðralaust. Á Vestfjörðum gott haust fram til jölaföstu, en úr því frosthart, en fannkoma lítil. Á Norðurlandi héldust blíðviðri fram í byrjun nóvember- mánaðar. í desembermánuði sífeld hríðarveður, en væg frost; kingdi þá niður miklum snjó. í Breiðdal kom íyrsti snjórinn 4. nóvember. Seinni hluta desemberm. setti niður mikinn snjó af norðri, svo að jarðlaust varð yflr allt Austurland til ársloka. f Árness og Rangárvalla sýslum var haustið óvenju- þurkasamt, og hin bezta tíð fram um lok nóvember- mánaðar, þá hlóð niður snjó og gekk þá til norðanáttar með allmiklu frosti. Tók þá fyrir haga í flestum sveit- um Suðurlands, og stóð svo til ársloka. Heyföng. Að vöxtunum munu heyföng hafa orðið í meðallagi á landinu, en sunnanlands og vestan hröktust heyin, einkum töðurnar, afskaplega. Grasspretta varð alstaðar

x

Búnaðarrit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Búnaðarrit
https://timarit.is/publication/595

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.