Búnaðarrit - 01.06.1926, Page 60
203
BÚNAÐARRIT
6.—8. júlí, 1921 eru reyndar vjelarnar, Delma, Heiba,
Herkúles, LaDZ Wery, Milwaukee, og Walter & Wood1).
Við þá reynslu er mældur dráttarþungi sláituvjelanna,
og má því segja, að það sje í fyrsta sinn sem sláttu-
vjelar eru reyndar hjer, þannig, að hægt sje að byggja
dómana um vjelarnar á tryggum grunni. Að öðru leyti
leiddi þessi reynsla 1921, ekkert nýtt i ljós, viðvíkjandi
nothæfi sláttuvjela hjer á landi. Enda var mikils á
vant, þar sem ekki voru reyndar þær vjelar, sem mest
eru notaðar hjer á landi: Deering, og Mc. Cormick.
Herkúles-vjelin sem reynd var, var af eldri og lakaii
gerð, en þær Herkúles-vjelar sem nú flytjast til lands-
ins. Væri þess full þöif, að ekki liðu mörg ár þangað
til gerðar yrðu aftur samanburðartilraunir með sláttu-
vjelar, og þá reyndar allar þær vjelar sem mest eru
notaðar, en eigi aðeins þær, sem biðust til reynslu.
Auk þess, sem sláttuvjelar hafa verið reyndar, hefir
B. I. tvívegis látið reyna heyskúffur, 14. júlí 1923 og
4. okt,, 19252). — í fyrra skiftið voru reyndar 2 hey-
skúffur, önnur frá Hauk Ingjaldssyni og hin frá And-
rjesi G. ísfeld. í seinna sinnið var aðeins reynd 1
skúffa, heyskúffa Andrjesar G. ísfelds.
III. Gerð sláttnvjela.
í aðaldráttum er gerð hinna ýmsu sláttuvjela mjög
lík, þó mörg minni atriði sjeu ólik og á ýmsa vegu.
Aðalhlutar vjelarinnar eru: vjelarbolurinn, hreifihlut-
ar, s.s. öxlar og hjól, greiða með Ijá og hlaupastelpu,
lyfta og sláttarstillir, dragtæki og sæti.
Bolur vjelarinnar er ávalt úr steypujárni. Við
hann er greiða og dragtæki og sæti fest. í bolnum er
öllum aflásum vjelarinnar komið fyrir, og á þá fest
1) „Búnaðarrit“, 35. árg., 1921, bls. 335 — 46.
2) „Freyr“, 22. árg., 1925, bls. 77—82.