Búnaðarrit - 01.06.1926, Side 121
BÚNAÐARRIT
263.
Harðvingull. Hann er mjög líkur síðastnefndri
tegund. Hefir upprjettan rótarstöngul og þúfumyndandi
vöxt. Stofnblöðin samanlögð í brumlegunni. Bæði stofn-
og stráblöð eru oft nállaga á fyrsta vaxtarskeiði plönt-
unnar, og stundum lykkjuð. Venjulega 30—60 cm. á hæð.
Vex hjer af erlendu (en ekki innlendu) fræi, og hefir
verið notaður í fræblandanir, einkum nú á seinni árum.
Er harðger og varanleg slægju-jurt. Myndar nokkuð
hnúskótta grasrót. Þolir vel purka og kulda, og á best
við sand- eða meljarðveg.
Fræið er heldur minna en af túnvinglinum, en eins í
lögun og dekkra. Það verður hjer eins stórt og stundum
stærra en erlendis. 1000 fræþyngdin mest 0,830 gr.
Spírunin hefir hjer orðið lítil, sem getur stafað af óhag-
stæðri meðferð á fræinu, og eins að það hefir verið ræktað á
mýrarjörð. Mesti gróhraði 30°/o og grómagn alls 35%,
í Danmörku hefir hann spírað miklu betur (sjá töflu I),
Ekki tel jeg tegund þessa þess virði, að af henni beri
að rækta fræ, þar eð hún gefUr miklu' þyrkingslegra
hey en túnvingullinn, sem vaxið getur eins og harð-
vingullinn á þeim jarðvegi, sem honum hæfir best.
H á v i n g u 11 hefir upprjettan jarðstöngul og þúfu-
myndandi vöxt. Blaðslíðrin gljáandi, með þverstrengjum
milli karstrengjanna, sem sjást greinilega þegar gegnum
þau er horft. Blöðin eru 3—5 m/m breið, flöt, gljáandi
á neðra borði, en með nokkuð háum strengjum á efra
borði, eftir endilöngu blaði. Blaðrendurnar snarpar. Blað-
grunnurinn með greipum, sem umlykja strástöngulinn.
Stutt slíðurhimna, græn á lit. Blöðin uppvafin í brum-
legunni (sívöl). — Venjulega 30—90 cm. á hæð.
Þetta er erlend sáðtúnjurt. Vex hjer í nýræktuðum sáð-
túnum, ef henni hefir þar verið sáð. Varir hjer sjaldan
lengur en 1—2 ár. Ágæt fóðurjurt (slægju- og beitar-
jurt). Er hjer alls ekki ræktunarhæf, vegna þess að hún
er ekki nógu harðger.