Búnaðarrit - 01.06.1926, Síða 126
268
BTJNAÐARRIT
Reykjahóli í Skagafirði). Fræið sem jeg hefi rannsakað
er úr Gróðrarstöðinni á Akureyri. Það hefir náð næstum
sömu stærð og það er vant að ná erlendis, en spírunin
er mun lægri (sjá töflu I).
Rauði smárinn frjóvgast með þeim hætti, að randa-
flugur (Humlebier) heimsækja blómkollana — sækja
hunang í krónubikarinn — og frjóvga blómið um leið.
Hver veit nema hægt væri að rækta fræ af honum
hjer á landi, yrði þá aðallega að byggja á íslenskum
plöntum (hjer landlægum). — Jeg hefi gert margvíslegar
tilraunir með hvítan smára, en ekki lánast enn að ná
fræi aí honum.
Skriðlingresi hefir upprjettan rótarstöngul,
með bæði undir- og yfirborðs renglum. Blaðslíðrin opin.
Slíðurhimnan þunn og löng, og rendur hennar oft
tirjóttar. Blöðin flöt, með háum strengjum á efra borði,
en oft dúnhærð að neðanverðu. Stöngullinn venjulega
kDjebeygður við rótina og blöðin uppvafin í brumlegunni.
Venjulega 10—50 cm. á hæð.
Vex best í rökum jarðvegi um land alt, eins er hún
allútbreidd í harðvellis- og mýrartúnum. Seinvaxin, en
harðger og varanleg slægju- og beitarjurt, sem þolir vel
þurka og kulda. — Pau tún, sem sprottin eru aðallega
með þessari tegund, verða venjulega seinsprottin, og
gefa því minna af sjer en þau, þar sem gróðurlagið er
skipað öðrum betri t.egundum.
Fræið er lítið. 1000 fræ vega 0,093 gr. erlendis; hjer
hefir það að eins náð 0,060, og ekki spírað svo teijandi
sje, þau 3 ár, sem rannsóknirnar ná yfir.
H á 1 í n g r e s i hefir upprjettan rótarstöngul, sem oft
er með stuttum jarðrenglum, en mörgum fremur gis-
stæðum blaðsprotum. Blöðin með nokkuð háum strengj-
um á efra borði, en sljett og mjúk að neðanverðu.
Blaðrendurnar niðurorpnar. Slíðurhimnan stutt og blöðin