Búnaðarrit - 01.06.1926, Side 148
286
BÚNAÐARRIT
grsstegundir, sem ekki hafa haft tækifæri til að kvíslast
með samkyDja innlendum tegundum, ná hjer oft meiri
fræþyngd en erlendis; enda er það í samræmi við þær
kenningar, sem fram hafa komið meðal erlendra vís-
indamanna, þannig að fræ, sem þroskast í norðlægum
löndum, verði stærra en það, sem sunnar er ræktað;
og mun sú aukna fræþyngd, meðfram ræktuninni, stafa
af því, að ijóstíminn, yfir sprettutíma tegundanDa, sje
bjer lengri en í suðlægari löndum.
Jeg læt nú staðar mumið, og ræði ekki frekar að
sinni um þau sjerkenni, er jeg hefi orðið var við á ís-
lenskum grasfrætegundum, en vona að seinna fái jeg
tækifæri til þess, ef mjer verður ekki bægt frá áfram-
haldandi rannsóknum og tilraunum á því.
Stóru-Yellir á Landi.
Siðastlið.ð vor fór jeg að tilhlutun Búnaðarfjelags ís-
lands austur að Stóru-Yöllum á Landi, aðallega til þess
að athuga þar skilyrðin fyrir fræsöfnun, og eins til þess
að athuga gróðurfarið í sandgræðslu-girðingunni, og loks
til þess að gera þar áburðar-tilraun með 3 tegundir til-
búins áburðar.
Áburðar-tilraúnin var gerð á sljettum, grasi grónum
flötum, og var auðsjeð, að þar haíði fokið allmikið af
sandi í rótina. Tilraun þessi var gerð í þeim tilgangi,
að sjá hvaða áhrif tilbúinn áburður í mismunandi blönd-
unarhlutföllum hefði á grasvöxtinn og fræmagnið. Auk
þess afmarkaði jeg 2 allstóra reiti til fræsöfnunar. 1 í
Klofa-girðingunni, þar hafði fokið sandur í rótina, og 1
reit í Stóru-Valla-girðingunni, þar sem gróðurinn var
ekki samfeldur, en óx í toppum, með sandgárum á
milli. — í sömu ferð fór jeg austur að Stóra-Hofi á
Rangárvöllum, Breiðabólsstað og Tungu í Fljótshlíð, og
afmarkaði þar reiti í ræktuðum túnum, til fiæsöfn-
unar.