Búnaðarrit - 01.06.1926, Page 149
BÚNAÐARRIT
287
Þann 29. ágúst fór jeg aftur austur á sömu staöi, til
að safna fiæi og athuga gróðurfarið í sandgræðslu-
girðingunni. En vegna þess, að fræsöfnunin og áburðar-
tilraunin tók mestan þann tíma, sem jeg hafði ráð á,
vanst mjer eigi tími til að gera gróðurathuganirnar eins
víðtækar og jeg ætlaði mjer í fyrstu. Ef gera hefði átt
viðtækar athuganir á gróðurfarinu, hefði orðið að skifta
svæði því, sem er innan girðingarinnar, í margar deildir,
eftir ástandi jarðvegsins og skipulagi plöntufjelaganna.
En til þess að fá yfirlit yfir útbreiðslu helstu tegunda,
skifti jeg svæðum þeim, er jeg fór um, í 4 aðal-flokka,
og var gróðurfarið þannig í aðal-dráttum:
1. Haiðbalalendur (þykkar torfur, þar sem sandur hefir
litið fokið í rótina).
Aðaltegund: sandvingull.
Nokkuð ríkjandi: sauðvingull, hálíngresi, týtulín-
gresi og hrossanál.
Á stöku stað: vallarsveifgras, gul og krossmaðra,
og elftingar.
2. Rennisljettar sandfljesur með samfeldum gróðii.
Aðaltegund: sandvingull.
Nokkuð ríkjandi: skriðlíngresi og hálíngresi, og
þar næst snarrótarpuntur og týtulíngresi.
Á stöku stað: vallarsveifgras.
3. Ósamfeldur gróður með sandgeirum milli grastopp-
anna.
Aðaltegund: sandvingull.
Nokkuð ríkjandi: túnvingull (lágvaxinn).
Á strjálingi: týtulíngresi, skriðlíngresi og melur.
Á stöku stað: tágamura og elftingar.
4. Leirflög.
Aðaltegundir: elftingar, bjúgstör og týtulíngresi.
Á stöku stað: sandviDgull o. fl.