Búnaðarrit - 01.06.1926, Page 154
292
BtíNAÐARRIT
Spírunin hefir oröið hæst fyrir sandvingulinn, og yfir-
leitt má segja, að hún sje full sæmileg líka fyrir hinar
tegundirnar, og eflaust orðið betri, ef fræstöngin hefði
verið þurkuð, áður en hún var send suður. Tel jeg
mjög líklegt, að síðar meir verði hægt að láta fræið
verða betra, ef frætökunni verður hagað öðruvísi. En
til þess að það verði hægt, þarf að búa svo um, að
fræþurkun og fræþreskjun sje framkvæmd á staðnum,
enda mun það verða ódýrast.
Til þess að tryggja það, að fræ af sandvinglinum
verði fáanlegt, fyrst og fremst handa sandgræðslunni
og eins til ræktunar i mela og harðlenda móa, ber
nauðsyn til, að á Stóru-Völlum verði bygð hlaða fyrir
fræsöfnunina, og að þar verði höfð hin nauðsynlegustu
tæki, sem með þurfa, svo sem: sláttuvjel, rakstrarvjel,
þreski- og hreinsunar-áhöld. Mætti þá fyrst um sinn
safna fræinu á hverju hausti, og fá þann veg reynslu,
sem lyti að því, hvernig frætekjan yrði ár frá ári. Því þó
að frætekjan hafi orðið allsæmileg í jafn hagstæðu sumri
og síðastl. sumar var fyrir sandjörðina, þá er þar með
ekki sýnt nje sannað, að hún verði það í þurkasumrum.
Værí fræsöfnuninni hagað þannig, gæti það að nokkr-
um árum liðnum vísað veginn og bent á, hvort gerlegt
sje að rækta þar fræ af sömu tegundum og safnað
hefir verið, auk þess að þá væri fengin vitneskja um
nothæfni fræsins fyrir sandgræðslu og túnrækt.
Jeg álít að fræsöfnuDin eigi að eins að verða bráða-
byrgða ráðstöfun, því ef hún heppnast á næstu árum
og fræið reynist vel, gefur það nokkuð traustar sann-
anir fyrir því, að þar verði hægt að hreinrækta það; en
með þeim hætti verður fræframleiðslan betri og árvissari.
Fræ af Rangárvöllnm og xír Fljótshlíð.
í sömu ferð fór jeg, eins og fyr er getið, austur að
Stóra-Hofi á Rangárvöllum og einnig í Pljótshlíðina, til