Hlín - 01.01.1917, Blaðsíða 11
9
Hlin
Ársfundur.
Sambandsfjelagið heldur einn fund árlega.
Ársfundur ákveður hvar nassti fundur skuli haldinn.
Til fundarins skal boðað með auglýsingum misseri áður
en hann er lialdinn. Allar konur á sambandssvæðinu hafa
leyíi til að sitja ársfundinn og hafa þær málfrelsi og til-
lögurjett, en atkvæðisrjett liafa aðeins kosnir fulltrúar og
stjórn S. N. K.
Á ársfundi er lögð fram skýrsla um starfsemi S. N. K.
á árinu, ennfremur ársreikningar ásarnt fylgiskjölum. Þeir
eru endurskoðaðir á fundinum. Á ársfundi gefa fulltrúar
skýrslu um starfsemi fjelaga sinan eða fjelagasambanda.
Einfaldur rneiri hluti ræður úrslitum mála, nema ef um
lagabreytingar er að ræða.
Tekjur og gjöld.
Hvert fjelag, er gengur í S. N. K. greiðir í sambands-
sjóð 10 aura fyrir hvern fjelaga sinn.
Ef fjelag eða fjelagasamband æskir inntöku í S. N. K.,
verður að tilkynna það stjórninni 4 mánuðum fyrir árs-
fund. Úrsögn úr fjelaginu verður að vera komin til stjórn-
arinnar 4 mánuðum fyrir ársfund. Fjelög eða fjelagasam-
bönd í S. N. K. veita fulltrúum sínum ferðastyrk að
meira eða minna leyti, til að sækja ársfundina.
S. N. K. styrkir stjórn sína til að sækja ársfundina.
Einstakir fjelagar.
Einstakar konur geta orðið fjelagar í S. N. K. með því
að greiða árlega 2 krónur í sambandssjóð, eða 20 krón-
ur í eitt skilti fyrir öll. Fjelagar þessir geta kosið 1 full-
trúa lyrir hverja 10, ef þeir verða ásáttir um það sín á
milli, en hafa ekki hver um sig atkvæðisrjett á ársfund-
um.