Hlín - 01.01.1918, Síða 5

Hlín - 01.01.1918, Síða 5
Hlin 5 Fundargerð. Sambandsfjelag norðlenskra kvenna hjelt ársfund sinn á Akureyri 23,. 24. og 25. júní síðastl. Fundinn sátu 16 fulltrúar, en fjöldi kvenna úr öllum Norðlendingafjórð- ungi og nokkrar konur úr Austfirðingafjórðungi sóttu fundinn. Halldóra Bjarnadóttir, formaður Sambandsins, setti fundinn og stýrði honum. í Sambandið hafa þessi fjelög bætst á árinu. Kvenfje- lag Svalbarðseyrar, kvenfjelag Þistilfjarðar og kvenfje- lag Siglufjarðar. — I sanrbandinu eru nú á fimta hundr- að konur. Fundinum bárust samúðarskeyti frá Bandalagi kvenna i Reykjavík og frá Hinu skagfirska kvenfjelagi á Sauðár- króki. Kveðjusending barst og fundinum frá einni stjórnar- konunni, Hólmfríði Pjetursdóttur frá Gautlöndum, er því miður ekki gat sótt fundinn. Eftir tillögu formanns var kosið í nefndir í aðalmál- unum þegar í fundarbyrjun til þess að undirbúa málin, fá framsögumann og semja tillögur. Þessar konur hlutu kosningu í nefndina: I. Hjúkrunarmál: Anna Magnúsdóttir, Ak., Sigurlína Sigtryggsdóttir, Efs., Vjedís Jónsdóttir, S.-Þs. II. Iðnaðarmál: Margi jet Símonardóttir, Sks., Ingibjörg Guðmundsdóttir, Hvs., Halldóra Bjarnadóttir, Ak. III. Garðyrkjumál: Anna Jakobsdóttir, S.-Þs., Jónína Níelsdóttir, Efs., Vilhelmína Sigurðardóttir, Ak., Guð- rún Björnsdóttir, Ak. Lög S. N. K. voru því næst lesin upp og rædd. Sam- þykt að breytá þeint ekki að þessu sinni. Aðalbjörg Sigurðardóttir, Akureyri, og Margrjet Sím- onardótir, Brimnesi, vöktu máls á því, að þörf væri á að gera Sambandið og hugsjónir þess betur kunnugt

x

Hlín

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hlín
https://timarit.is/publication/610

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.