Hlín - 01.01.1918, Síða 8

Hlín - 01.01.1918, Síða 8
8 Hlín og telur æskilegt, að þar sjeu sýndir allir algengir heima- unnir munir, er notaðir eru í daglegu lífi.“ 3. „Fundurinn leggur eindregið til, að samvinna kom- ist á um vandaða framleiðslu á iðnaðarmunum, er flytj- ast út úr landinu, þar eð það bæði er okkur til efnalegs tjóns, að útflutta varan sje óvönduð og landsmönnum til óvirðingar. „Fundurinn leggur til að matsmenn sjeu skipaðir á prjónles á þeim stöðum, sem þess er þörf, og að til þess starfa sjeu konur kjörnar. Æskilegt að matsmenn liafi jafnan góð sýnishorn fyrirliggjandi framleiðendum til stuðnings.“ III. Garðyrkja. Framsögu hafði Guðrún Björnsdóttir, garðyrkjukona. Frá nefndinni kom fram svoldjóðandi tillaga: „Nefndin leggur til, að kveníjelög norðanlands taki garðyrkjumálið á dagskrá sína, velji vel hæfar konur til garðyrkjunáms í Gróðrarstöðinni á Akureyri, sjái þeim íyrir nægilegum námsstyrk og tryggi þeim atvinnu að náminu loknu.“ Um málið urðu talsverðar umræður og skiftar skoð- anir ;þótti mörgum konum málið lítt undirbúið. Svolát- andi breytingartillaga var samþykt í málinu: „Fundurinn leggur það til að kvenfjelög norðanlands hafi garðyrkjumálið á dagskrá sinni og telur heppilegt að vísa því heim í sveitirnar til frekari umræðu og fram- kvæmdá.“ Ennfremur var samþykt svohljóðandi tillaga: „Nefndin lítur svo á, að brýn þörf sje á að garðyrkju- mál Akureyrarbæjar sjeu tekin til umræðu á fundinum.“ Talaði Guðrún Björnsdóttir fyrir tillögunni. Gat hún þess, að mikil eftirspurn væri í Gróðrarstöðirini á vorin eftir hjálp við garðyrkju frá skrúðgarðaeigendum á Ak- ureyri, þessa hjálp gæti Gróðrarstöðin ekki veitt vegna annríkis, væri því full þörf á að fá garðyrkjukonu fyrir bæinn ,með því líka mikið starf væri fyrir lærða garð-

x

Hlín

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hlín
https://timarit.is/publication/610

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.