Hlín - 01.01.1918, Qupperneq 10
10
Hlin
Kristín Matthíasson: Heimilið.
Aðalbjörg Sigurðardóttir: Montessori kensluaðferð.
Að lokum var haldið kveðjusamsæti, og sátu það nær
100 konur.
Fundargerð.
aðalfundar Bandalags kvenna í Reykjavík.
Dagana 2.-4. júní síðastliðin hjelt Bandalag kvenna í
Reykjavík I. aðalfund sinn. Hófst liann með því, að
Gunnl. læknir Claessen flutti fyrirlestur. Efni fyrirlesturs-
ins var: Fyrstu aldursárin“ og sóttu hann svo margar
konur, er stærsta samkomulnis bæjarins rúmar. Erindi
þetta þyrfti að koma út á prenti, svo að allar konur, er
ala upp börn, gætu hagnýtt sjer þá fræðslu, er það veitti.
Daginn eftir var hinn reghdegi fundur settur af for-
manni Bandalagsins, frú Steinunni H. Bjarnason. Kvaddi
til fundarstjóra varaformann, lrk. Sigurbjörgu Þorláks-
dóttur. Sóttu fundinn fulltrúar þeirra 8 fjelaga, er gengin
eru í Bandalagið. — Auk þeirra var mikill fjöldi áheyr-
enda, konur úr fjelögunum, er samkvæmt lögum Banda-
lagsins hafa málfrelsi og tillögurjett, en eigi atkvæðis-
rjett.
I. Formaður skýrði frá stofnun Bandalagsins og slörf-
um pess á liðnu ári.
II. Endurskoðaðir reikningar Bandalagsins lagðir fram
til samþyklar.
III. Lesnar upp skýrslur um störf þeirra fjelaga, er i
Bandalaginu eru. Nokkuð lrefir verið um það rætt innan
fjelaganna, hvort þeim beri að senda skýrslu eða eigi. í