Hlín - 01.01.1918, Page 11
Hlin
11
því sambandi skýrði formaður frá því, að ákvæði þar um
hefði verið sett í lög Bandalagsins. Væri það gert til
þess að auka kynni og samúð innan Bandalagsins. Vjer
bærum hlýrri hug til þeirra, er vjer þekkjum, en liinna,
er vjer værum ókunnugri, og þótt tölurnar í skýrslun-
um gleymist, geymist þó heildarhugmyndin, störf og
framkvæmdir fjelaganna.
IV. Satnkornuhús fyrir kvenfjelög i Reykjavik. Frum-
mælandi frú Steinunn H. Bjarnason. Kvað nauðsynlegt
að fjelögin eignuðust viðunanlegt samkomuhús. Bæri
l’yrst og fremst að athuga, að fyrirkomulagið fullnægði
þeim kröfum, er nú á tímum væri gerðar til slíkra húsa,
þó svo, að lyrirtækið yrði eigi of kostnaðarsamt. Gerði
áætlun um húsnæði, er með hagsýni gæti nægt sem
fundarstaður, lestrarsalur og bókasafn, ásamt veitinga-
stofu fyrir konur, og kosta mundi, að stríðinu loknu, að
minsta kosti, 50—60 þús. kr. Stofnfje ætti að mega fá
íneð smáhlutabrjefum, er konur eða ljelögin keyptu, en
reksturskostnaðinn ætti fyrirtækið sjálft að geta borið.
Var mál þetta lítið rætt, en svohljóðandi tillaga samþykt
í einu hljóði:
„Fundurinn kjósi 5 kvenna nefnd til þess að undir-
búa samkomuhúsmálið fyrir næsta aðalfund."
V. Hjúkrunarheimili i Reykjavík. — Ungfrú Sigurbjörg
I’orláksdóttir hóf umræður. Máli þessu hefði Ijelag það
er hún væri fulltrúi fyrir („Hvíta bandið") lengi haft luig
á að hreyfa og áliti sig í því mega vænta stuðnings frá
Bandalaginu. Væri öllum kunnugt hvernig ástatt væri
fyrir sjúklingum, er af spítala kæmu, en sem væru eigi
nógu frískir til þess að komast heim til sín. Væri oft ó-
mögulegt að koma þeim fyrir og yrðu þeir að vera kyrr-
ir á sjúkrahúsum og taka þar upp rúm fyrir veiku fólki,
er lægi á að komast á spítalann. — Benti á hús hjer í
bænum, er nota mætti sem hjúkrunarheimili og gat þess
að hjúkrunarfjelagið „Líkn“ helði lol'að að hjúkrunar-
kona sú, sem er í þess þjónustu, skyldi búa á hælinu