Hlín - 01.01.1918, Page 12
12
Hlin
og hafa eftirlit með sjúklingum. Urðu nokkrar umræður,
er flestar lutu að því, að mál þetta væri ltráðnauðsyn-
legt, og að lokum borin upp svohljóðandi tillaga, sem
samþykt var í einu hljóði:
„Fundurinn kjósi 5 kvenna nefnd til þess að hrinda
hjúkrunarheimilismálinu í framkvæmd svo fljótt sent unt
er.“
Var nefndarkosningum öllum frestað þar til síðar á
sjerstökum fulltrúafundi að aðalfundi loknum. Þá er hjer
var komið var orðið svo áliðið að eigi þótti viðlit að
taka nýtt mál fyrir. Fundi því frestað þar til næsta dag.
Hófst lundur þá kl. 5 e. h. með því að ungfrú Inga
L. Lárusdóttir flutti erindi: Konurnar í ófriðarlöndunum.
Hafði stjórn Bandalagsins farið þess á leit við nokkrar
konur að þær flyttu fyrirlestra á fundinum, en forföll
hömluðu því að haldnir yrðu fleiri að þessu sinni. Var
fyrirlestrinum vel tekið og því næst gengið til dagskrár
fundarins. Næsta mál var:
VI. Takmörkun á tóbakssölu til barna og unglinga.
Frummælandi frú Kristín Símonarson. — Tóbaksnautn
barna og unglinga nú orðin mjög almenn. Öllum kunn-
ugt um skaðsemi hennar. Hjer þarf að taka rögg-
samlega í taumana. Þá helst með löggjöf, er banni sölu
á tóbaki til barna og unglinga, innan 1G ára aldurs. Bar
fram svohljóðandi tillögu frá Kr. S. og Susie Briem:
„Við leggjum til að kosin verði þriggja kvenna nefnd
til þess að íhuga, hvað liægt er að gera til þess að tak-
rnarka tóbaksnautn barna og unglinga og gera tillögur í
því efni.“
Tillagan samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.
VII. Launamál kvenna. Mál þetta var sett á dagskrá af
Kvenrjettindafjelaginu. Málshefjandi frú Bríet Bjarnhéð-
insdóttir. Kvað hún þetta mál vera mikilvægasta málið á
dagskránni. Eina málið, er í raun og veru væri banda-
lagsmál. Konur hefðu hingað til unnið sömu störf og
karlmenn, fyrir miklu minni laun. Aðeins ein stjett ltefði