Hlín - 01.01.1918, Síða 13
Hlin
13
notið sömu launa, barnakennarar; nú væri farið að bóla
á því við stærsta barnaskóla landsins að kennurum væri
skift í flokka með mismunandi launum og konur þá í
lægri flokkunum. Allstaðar sætu karlmenn fyrir vel laun-
uðum stöðum og ef konum væri veittar fastar stöður,
væri það jafnan með lægri launum. Til þess að kippa
þessu í lag þyrftu konur að eiga aðgang að jafnri „fag“-
mentun og karlar og hagnýta sjer hana. Vil láta kjósa
nelnd, er íhugi þetta mál og komi með tillögur í því.
Umræður urðu litlar og var með öllum greiddum at-
kvæðum samþykt að kjósa þriggja kvenna nefnd í málið.
VIII. Menntamdl kvenna. — Ungfrú Hólmfríður Pjet-
ursdóttir frá Gautlöndum.sem er ein af stjórnendum S.N.
K., flutti samkvæmt tilmælum erindi um mentamál
kvenna. Eftir því horfi, er mentamál kvenna eru komin
í lijer á landi, taldi ræðumaður umbætur á hússtjórnar-
mentun nauðsynlegasta, þannig, að stofnaðir yrðu hús-
stjórnarskólar, er fullnægðu þeim kröfum, er gera verður
til húsmæðra í sveit, eigi síður en í kaupstað. Skýrði frá
hvaða fyrirkomulag mundi heppilegast.
Urðu talsverðar umræður um mál þetta, sjerstaklega
um afstöðu heimilanna og skólanna hvort gagnvart öðru.
Engin tillaga samþykt
IX. Barnahœli í Reykjavík. Frummælandi Steinunn
Bjartmarsdóttir. Mikið rætt nm málið og að umræðum
loknum samþykt svoltljóðandi tillaga frá flutningsmanni
og frú St. H. Bjarnason:
„Það er tillaga okkar að kosin sje þriggja kvenna nefnd
til þess að vinna að framgangi harnahælismálsins."
X. Ávarpstitill kvenna. Sett á dagskrá af Lestrarf jelagi
kvenna í Reykjavík. Frú Theódóra Thoroddsen hóf um-
ræðurnar. Taldi þess þörf að fenginn yrði einn sameig-
inlegur titill fyrir allar fulltíða konur, eldri sem yngri,
giftar sem ógiftar. Væri slíkur titill til sem sjálfkjörinn
væri, en það er „frú“, sem er fallegt, handhægt orð og
góð og gild íslenska. Las upp tillögu frá L. F. K.: