Hlín - 01.01.1918, Side 16

Hlín - 01.01.1918, Side 16
16 Hlin er ekki mega koma í bága við lög Sambandsfjelags norð- lenskra kvenna. 4. gr. Hver deild, sem í tjelaginu er, sendir fulltrúa á árs- fundi þess, einn fyrir hverja 20 fjelaga; þó geta deildir, er hafa færri en 20 fjelaga, sent einn fulltrúa. 5. gr. Hver deild, sem gengur í sýslusambandið, greiðir í fjelagssjóð 20 aura fyrir hvern fjelaga sinn. 6. gr. Aðalltmdi heldur fjelagið í júnímánuði ár hvert. Skulu þar kosnir 2 fulltrúar á sambandsfund S. N. K. og þeim gefið umboð til að kjósa konu í stjórn S. N. K. Þar skulu rædd og samþykt lög eyrfirska sambandsins, lagðir frarn reikningar þess til staðfestingar og fjelagatal frá deild- unum. Þar skulu rædd sameiginleg mál deildanna, t. d. dagskrá sambandsfundar S. N. K. og lög S. N. K. Þar skal kosin stjórn og endurskoðendur reikninga. Á aðalfundi ræður afl atkvæða. Forstöðukonur deildanna eru skyldar að mæta á aðalfundi og hafa þær atkvæðisrjett, ásamt fulltrúunum. Einn aukafund skal halda á ári, ef meiri hluti deildanna óskar þess, eða ef stjórnin telur þess þörf. Öllum konum á sýslufjelagssvæðinu er heimilt að sitja fundinn, og hafa þar málfrelsi og tillögurjett. 7. gr. Stjórnin er kosin til eins árs í senn. í lrenni skulu sitja 3 konur: Forstöðukona, ritari og fjeltirðir, og 3 í vara- stjórn. Forstöðukonur deildanna má ekki kjósa í stjórn Sambandsins. Stjórnin boðar til funda, annast fram- kvæmdir á verkefnum sambandsfjelagsins og er málsvari þess út á við. Hún hefur á hendi fjárráð íjelagsins í sam- bandi við aðalfund. Forstöðukona er sjálfkjörin fundar-

x

Hlín

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hlín
https://timarit.is/publication/610

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.