Hlín - 01.01.1918, Side 18
18
Hlín
Frá Kvenfjelagi S.-Þingeyinga.
Veturinn 1904—05 ferðaðist um S.-Þingeyjarsýslu ung-
frú Jóninna Sigurðardóttir frá Draflastöðum og kendi
konum matreiðslu, flutti hún jafnframt fyrirlestra í ýms-
um húsmóðurfræðum. Hjelt hún námsskeið í flestum
sveitum hjeraðsins.
Mun hvorttveggja verið hafa, að kona þessi var áhuga-
söm og starfinu vaxin og hitt, að ýmsar öldur voru þá
að brotna á hugum rnanna, er til framfara og tilbreytni
horfðu, að konum þótti þessi nýbreytni góð. Snart hún
svo lmgi þeirra, að er vora tók vildu þær ekki láta starf
og strauma vetrarins hverfa ummerkjalaust. Margt virt-
ist benda til að nú væri sjálfsagt fyrir þær að taka hönd-
um saman, til að vinna að ýmsum umbótum* er öldin
nýja bæri í skauti sjer. Sjerstaklega voru það mentamál
kvenna, er þeim þótti auðsætt að yæru lítt viðunandi.
Því var það, að nokkrar konur gengust fyrir að kon-
ur víðsvegar um hjeraðið voru kvaddar til fundar að
Ljósavatni 7. júní 1905. Var þar áhugi mikill og fjör.
Ráðið að stofna fjelag fyrir hjeraðið alt og kosin nefnd
til að setja því lög og reglur; var þegar ákveðið að í
hverjum hreppi hjeraðsins skyldi mynda sjerstaka deild,
en allar ættu þær sameiginlega stjórn, er kosin væri af
fulltrúum deildanna á aðalfundum fjelagsins. — Frijm-
uður þessarar hreyfingar, ungfrú Jóninna Sigurðardóttir,
var sjálfkjörinn formaður fjelagsins.
Efst á dagskrá fjelagsins settu konurnar stofnun hús-
mæðraskóla fyrir Norðurland fhelst í Þingeyjarsýslu) og
var jafnframt ákveðið að öll fjársöfnun fjelagsins skyldi
ganga til að styðja það mál. Annars vildi fjelagið styðja
hvert það mál, er verða mætti landi og þjóð til sannra
þrifa. En um skólamálið snerist mestur áhuginn, sendu
þær áskoranir til Alþingis og báru það fram á þingmála-
fundum.
Má fullyrða að það hafi að miklu leyti verið fyrir til-