Hlín - 01.01.1918, Qupperneq 19
Hlin
19
hlutun Kvenl jelags S.-Þingeyinga, að málið kom fram á
þingi 1907 og þingmaður Suður-Þingeyjarsýslu gjörðist
einn a£ flutningsmönnum þess. — Ekki gleymdi fjelag-
ið heldur að minna á málið á næstu þingunum 1909 og
1911, þótt enginn sjáist árangurinn utan nokkrar prent-
aðar samþyktir í skjalasafni þingsins.
Að sjálfsögðu tók fjelagið þátt í umbótakröfum um
pólitísk rjettindi kvenna.
Heimilisiðnaðarmálið er annað það mál, er fjelagið
hefur látið sjer sjerstaklega ant um. Gekst það fyrir iðn-
sýningum í flestum eðá öllum hreppum hjeraðsins. Á
10 ára afmæli fjelagsins 1915 hjelt það sýningu fyrir alt
hjeraðið á Breiðumýri, er þótti bera vott um vaknandi
áhuga og starfsemi síðari ára. Veturinn 1916 hjelt það
námsskeið í vefnaði. Eníifremur hefur það komið á náms-
skeiðum í matreiðslu og garðrækt og sumar deildir fjelags-
ins hafa haldið uppi saumaskólum. Nú á síðari árum hef-
ur það unnið að hjúkrunarmálinu.
Ýmsir örðugleikar liafa orðið á vegi þessa tjelags og
þó einkum sá, að fjelagssvæðið er stórt en strjálbygt og
því erfitt með fundahöld. En til að bæta úr því, hefur
fjelagið haldið út l)laði. Er hverri deild skylt að gefa út
eitt eintak á ári og hefur það furðu sjaldan farist fyrir.
Hafa blöðin flutt ritgjörðir um áhugamál kvenna, sjer-
staklega þau, er fjelagið hefur haft með höndum, og
ýmsar þarfar bendingar. Einnig smásögur, kvæði og æf-
intýri. Er það trú margra, að blaðið, þótt ófullkomið hali
verið, hafi þó átt drýgstan þátt í viðgangi fjelagsins.
H.
Hið skagfirska kvenfjelag, Sauðárkróki.
Fjelagið var stofnað á Sauðárkróki 21. ág. 1895 af 25
konum.
Fyrstu stjórnendur voru: Sýslumannsfrú Margrjet Guð-
9*