Hlín - 01.01.1918, Side 22

Hlín - 01.01.1918, Side 22
22 Hlin sjóð, sem svo ávaxtaðist þangað til mögulegt yrði að koma þessum stofnunum á fót. Auðvitað dylst það eng- um, að mikið Ije þarf til þess að þær geti orðið fullnægj- andi, en liitt er líka víst að sigursæll er góður vilji. Það virðist vera vel til fallið að minnast látinna vina á þann hátt að leggja minningargjafir í þennan fyrirhug- aða sjóð í staðinn fyrir kransagjafir, sem ekki er annað en hverfull hjegómi. Það er áreiðanlega kominn tími til þess fyrir Norð- lendinga að rísa upp af svefni og reyna að vinna bót á þessu hryllilega þjóðarböli. Það er kominn tími til að taka saman höndum og vinna að því með sameinuðum kröftum að koma í veg fyrir að þessi voðaveiki svifti fjölda manns á besta aldri lífi og Iieilsu. A nna Magnúsdóttir. Norskar konur og berklaveikin. Kvenfjelögin, er heyja stríð við tæringuna í Noregi, skifta hundruðum, og fjelaga má þar telja í tugum þús- unda, svo nærri má geta að mikið vinst á, er fjelög þessi leggjast á eitt, enda var ekki vanþörf á að hefjast handa með samtaka starli fjöldans, því tæringin var á liáti stigi í Noregi og er að vísu enn, þó mikið sje hún í rjenun, sem þakka nrá öflugri baráttu þjóðarinnar við þessa landplágu. Langar mig til að skýra íslenskum konum nokkuð frá starfsemi frændsystra okkar, samkvæmt skýrslu, er Sam- bandsfjelagsbákn þetta gefur út. Er htin 500 bls., og má þar margs vís verða um þetta stórmerka starf. Má það vera lýðum ljóst, hvílíkt feiknaverk það er að safna öll- um þessurn dreifðu kröltum í eitt allsherjar skipulegt starf, enda eru forkólfar þessa lyrirtækis snillingar í fje- lagslegri stjórnsenri ('administration).

x

Hlín

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hlín
https://timarit.is/publication/610

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.