Hlín - 01.01.1918, Qupperneq 24
24
Hlin
meðferð á ungbörnum og í ýmsu er að lueinlæti og lteil-
næmi lýtur.*
Hjálp sú, er fjelagið veitir þeim sem veikir eru, en
geta verið á heimilum sínum, er að ýmsu leyti lík þeirri,
er hjúkrunarfjelögin hjer veita sjúklingum sínum. Mjólk-
ur- og matargjafir, fatnaðar- og rúmfatnaðargjafir eða
lán, gefin eða lánuð rúm, borguð húsaleiga, lánuð hjúkr-
unarkona o. s. frv. Hrákaglös lánar fjelagið og gefur í þús-
undatali.**
En langþýðingarmesti liðurinn í starfsemi fjelagsins
lyrir tæringarveikt fólk eru hæli fjelagsins (Pleiehjem), er
það hefur bygt í tugatab út um gjörvalt landið. Get jeg
ekki stilt mig urn að fara um þau nokkrum orðurn, því
það er ekki ólíklegt að það hæfisfyrirkomulag ætti vel
við hjá okkur, þar sem strjálbygð og erfiðar samgöngur
banna mönnum miklu fremur en í Noregi að sækja hæli
langa vegu.
Pess er getið í skýrslu íjelagsins 1912, að það ár liafi
4 smáhæli tekið til starfa. Er einu þeirra fýst nokkuð:
Það rúmar 15— 17 sjúklinga og kostaði 15 þús. kr.
1917 opnar fjelagsdeild Friðrikstað-bæjar hæli í grend
við kaupstaðinn, er hún ætlar að starfrækja sjálf. Það
tekur 25 sjúklinga og kostar nteð öllum áhöldum og út-
lninaði 116 þús. kr. Nákvænt lýsing fylgir og er auð-
* í hjúkrunarkvennaskóla Ijelagsins í Kristjaníu hafa 240 konur
lært, samkvæmt ársskýrslu fjelagsins. Eru það konur af öllum
stjettum, ekki síst vel mentaðar stúlkur, er velja sjer þetta göf-
uga starf, helga því líf sitt og krafta, lengri eða skemri tíma
ævinnar.
Vonandi fara fleiri íslenskar konur að finna köllun lijá sjer
tii þessa starfa, svo að landspítalann skorti ekki góðar íslenskar
hjúkrunarkonur, er hann tekur til starfa. Námið í sjúkrahúsum
erlendis er 3—4 ár, svo ekki veitir af tímanum.
** Fjelagið hafði eltirtektarverða sýningu á ýmsum áhöldum og
tækjum fyrir herklaveikt fólk á landssýningunni í Kristjaníu
1914,