Hlín - 01.01.1918, Page 25

Hlín - 01.01.1918, Page 25
Hlín 2í> sjeð á öllu, að byggingin er mjög vönduð og öllu hagan- lega fyrirkomið. Fjelagið hefur einnig komið upp stórum hælum, en þessi smáhæli þykja auðsjáanlega hentugust. Fjelag þetta hefur verið stórvirkt í framkvæmdunum, enda hefur það hlotið aðdáun allra fyrir sitt góða og mikla starf. Halldóra Bjarnadóttir. Heimilisiðnaður. Iðnfjelag Viðvíkurhrepps í Skagafirði. Flestir munu vera samdóma um það, að hægra sje að stofna fjelög en halda jreim við og efla jDau. Þau eiga oft stutta lífssögu og skilja lítið eftir til minningar urn sig, og má af þessu nokkuð marka þroska þjóðaririnar, hve langt er komið í þessu tilliti. Því reynslan sýriir, að þar sem sönn mentun og andlegur þroski ríkir, þar er og fjelagslífið í blóma. Jeg hef verið beðin að segja í „Hlín“ ofurlítið um eitt nýstofnað fjelag, senr þó ekki lremur en önnur fjelög veit sinn aldur fyrir. Fjelagið er stofnað síðastliðinn vet- ur og birtust strax í byrjun erfiðleikar þeir ,er fjelags- skapur í sveitinni nær ætíð á við að stríðá. Stofnfundur var ákveðinn fyrsta vetrardag og hvað eftir annað Itoðað til Iians, en sökum óveðurs fórst hann jafnan fyrir, þar til eftir miðjan vetur, að konur lögðri út í stríð við nátt- úruöflin, her-tygjaðar viljakrafti sigurgyðjunnar, og komu saman á fund einn hinn mesta hvassveðursdag vetrarins, sunnudaginn í mið-góu. A þeim fundi var kosin stjórn

x

Hlín

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hlín
https://timarit.is/publication/610

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.