Hlín - 01.01.1918, Side 34

Hlín - 01.01.1918, Side 34
34 H lin um, það mundi ekki vera svo lítið, er öllu væri á botn- inn hvolft og þetta reyndist líka svo að vera. Það, sem sjerstaklega varð til þess að korna málinu í framkvæmd var það, að sýningin gat átt von á munum frá 4 smásýningum, er haldnar voru sín í hverri sýslu Norðurlands í vor# og svo liitt, að fjelagið hafði sjálft 40—50 muni frá vefnaðarnámsskeiði því, er það ljet halda á Akureyri í apríl í vor. Fjöklamargar áskoranir um þátttöku voru sendar víðs- vegar um Norðurland, körlum sem konum, var það með- fram gert til þess að vekja athygli á starfi Heimilisiðn- aðarfjelagsins og liugsjónum Jjess. Nefndinni bárust aftur með mununum rnörg brjef, er hlutu að gleðja lijörtu allra heimilisiðnaðarvina, þau lýstu svo góðum skilningi á nytsemi málsins og svo miklum áhuga á að verða því að liði. Þó sýningin hefði ekki gert annað gagn en leiða þetta í ljós, var ekki til ónýtis erf- iðað. Málaleitun nefndarinnar um sendingu muna var vel tekið og furðu margbreytt það sem sent var. Undirbúning allan og tilhögun annaðist sýningarnefnd- in (stjórnin ásamt 6 þar til kjörnum mönnum og kon- um). Sýningin var haldin í barnaskólanum (4 stofum). Það mátti segja að sýningin hafði heppnina með sjer! •Tíðin var hin besta, enda var gleðiblær yfir Akureyrar- bæ þessa viku. Menn hristu af sjer vetrardeyfðina og drungann og gleymdu um stundarsakir dýrtðinni, kalinu í túnunum og öllum öðrum erfiðleikum. Vorverkin unnust snemma, svo fólkið mátti vera að því að lyfta sjer upp, enda notaði það tækifærið. 16—1800 manns skoðuðu sýninguna og alnient ljetu * Á Breiðumýri í S.-Þing. Á Kolkuósi í Skagafj.s. í Saurbæjarhreppi í Eyjafj.s. í Engihlíðarhreppi í Húnavatnss,

x

Hlín

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hlín
https://timarit.is/publication/610

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.